Martin var með byssu, hníf og exi í bílnum er hann fannst Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 12:00 Martin er hann var hjá Dolphins. vísir/getty Fyrrum NFL-leikmaðurinn Jonathan Martin var handtekinn á dögunum er grunur lék á að hann ætlaði að mæta í gamla skólann sinn og hefja þar skothríð. Martin hafði þá sett óhuggulega mynd á Instagram. Myndin var af byssu á rúmi. Svo merkti hann gamla skólann sinn, Miami Dolphins, tvo fyrrum liðsfélaga hjá Dolphins og tvo fyrrum skólafélaga inn á myndina. Skólanum var umsvifalaust lokað á meðan ekki var vitað um ferðir Martin. Lögreglan fann hann á endanum og í bílnum var hann með hlaðna byssu, hníf og exi. Önnur byssa fannst heima hjá foreldrum hans. Lögreglan fór með Martin á geðdeildina. Unnusta hans tjáði lögreglu að hann hefði mikið talað um sjálfsmorð síðustu mánuði og væri byrjaður að skrifa á veggina heima hjá sér. Martin hefur verið fórnarlamb eineltis síðan hann var í gagnfræðaskóla. Einstaklingarnir sem hann merkti inn á Instagram-myndina hafa allir lagt hann í einelti. Martin var valinn af Dolphins í nýliðavalinu árið 2012. Hann var þar í tvö ár. Seinna árið sakaði hann liðsfélaga sína um einelti og einn þeirra var settur í átta leikja bann fyrir einelti og rekinn frá félaginu. Martin yfirgaf herbúðir Dolphins engu að síður og fór til San Francisco 49ers. Eftir aðeins eitt tímabil þar lagði hann skóna á hilluna vegna bakmeiðsla. Hann hefur margoft greint frá því að hafa íhugað sjálfsmorð í mörg ár. Í sumar var greint frá því að hann væri að vinna að ævisögu sinni. Ekki er vitað hvort Martin sé enn á geðdeild. NFL Tengdar fréttir Eineltisfórnarlambið fór til San Francisco Jonathan Martin varð einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann sakaði liðsfélaga sína hjá Miami Dolphins um einelti. Hann hætti að spila með liðinu í kjölfarið. 12. mars 2014 11:45 Fyrrum NFL leikmaður í haldi eftir grunsamlega Instagram mynd Fyrrum NFL leikmaðurinn Jonathan Martin var færður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum vegna myndar sem hann setti á Instagram aðgang sinn og olli því að skóla var lokað í Kaliforníufylki. 24. febrúar 2018 07:00 Sannleikurinn mun jarða þig Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins. 13. febrúar 2014 11:15 Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti. 15. febrúar 2014 13:45 Martin var niðurlægður á hverjum degi NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa. 8. nóvember 2013 22:30 Incognito bað Martin afsökunar Óvíst er hvort að Richie Incognito eigi afturkvæmt í NFL-deildina eftir gróft einelti sem skók bandarískt íþróttalíf í haust. 18. febrúar 2014 23:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Jonathan Martin var handtekinn á dögunum er grunur lék á að hann ætlaði að mæta í gamla skólann sinn og hefja þar skothríð. Martin hafði þá sett óhuggulega mynd á Instagram. Myndin var af byssu á rúmi. Svo merkti hann gamla skólann sinn, Miami Dolphins, tvo fyrrum liðsfélaga hjá Dolphins og tvo fyrrum skólafélaga inn á myndina. Skólanum var umsvifalaust lokað á meðan ekki var vitað um ferðir Martin. Lögreglan fann hann á endanum og í bílnum var hann með hlaðna byssu, hníf og exi. Önnur byssa fannst heima hjá foreldrum hans. Lögreglan fór með Martin á geðdeildina. Unnusta hans tjáði lögreglu að hann hefði mikið talað um sjálfsmorð síðustu mánuði og væri byrjaður að skrifa á veggina heima hjá sér. Martin hefur verið fórnarlamb eineltis síðan hann var í gagnfræðaskóla. Einstaklingarnir sem hann merkti inn á Instagram-myndina hafa allir lagt hann í einelti. Martin var valinn af Dolphins í nýliðavalinu árið 2012. Hann var þar í tvö ár. Seinna árið sakaði hann liðsfélaga sína um einelti og einn þeirra var settur í átta leikja bann fyrir einelti og rekinn frá félaginu. Martin yfirgaf herbúðir Dolphins engu að síður og fór til San Francisco 49ers. Eftir aðeins eitt tímabil þar lagði hann skóna á hilluna vegna bakmeiðsla. Hann hefur margoft greint frá því að hafa íhugað sjálfsmorð í mörg ár. Í sumar var greint frá því að hann væri að vinna að ævisögu sinni. Ekki er vitað hvort Martin sé enn á geðdeild.
NFL Tengdar fréttir Eineltisfórnarlambið fór til San Francisco Jonathan Martin varð einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann sakaði liðsfélaga sína hjá Miami Dolphins um einelti. Hann hætti að spila með liðinu í kjölfarið. 12. mars 2014 11:45 Fyrrum NFL leikmaður í haldi eftir grunsamlega Instagram mynd Fyrrum NFL leikmaðurinn Jonathan Martin var færður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum vegna myndar sem hann setti á Instagram aðgang sinn og olli því að skóla var lokað í Kaliforníufylki. 24. febrúar 2018 07:00 Sannleikurinn mun jarða þig Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins. 13. febrúar 2014 11:15 Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti. 15. febrúar 2014 13:45 Martin var niðurlægður á hverjum degi NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa. 8. nóvember 2013 22:30 Incognito bað Martin afsökunar Óvíst er hvort að Richie Incognito eigi afturkvæmt í NFL-deildina eftir gróft einelti sem skók bandarískt íþróttalíf í haust. 18. febrúar 2014 23:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Eineltisfórnarlambið fór til San Francisco Jonathan Martin varð einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann sakaði liðsfélaga sína hjá Miami Dolphins um einelti. Hann hætti að spila með liðinu í kjölfarið. 12. mars 2014 11:45
Fyrrum NFL leikmaður í haldi eftir grunsamlega Instagram mynd Fyrrum NFL leikmaðurinn Jonathan Martin var færður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum vegna myndar sem hann setti á Instagram aðgang sinn og olli því að skóla var lokað í Kaliforníufylki. 24. febrúar 2018 07:00
Sannleikurinn mun jarða þig Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins. 13. febrúar 2014 11:15
Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti. 15. febrúar 2014 13:45
Martin var niðurlægður á hverjum degi NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa. 8. nóvember 2013 22:30
Incognito bað Martin afsökunar Óvíst er hvort að Richie Incognito eigi afturkvæmt í NFL-deildina eftir gróft einelti sem skók bandarískt íþróttalíf í haust. 18. febrúar 2014 23:30