Tvö ný voru kjörin í stjórn Icelandair Group á aðalfundi í gær. Þau Guðmundur Hafsteinsson og Heiðrún Jónsdóttir koma ný inn í stjórn. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Ómar Benediktsson og Úlfar Steindórsson, formaður stjórnar, voru öll endurkjörin.
Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga, gaf ekki kost á sér í stjórn. Sjö einstaklingar gáfu kost á sér í stjórnina en þær Helga Viðarsdóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir voru ekki kjörnar.
