Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 10:17 Róhingjakona ásamt börnum í flóttamannabúðunum í Bangladess. vísir/getty Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900. Bangladess Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900.
Bangladess Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira