Spurður hvort hann væri hommi eða hvort mamma hans væri vændiskona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 12:30 Hlaupararnir Saquon Barkley (til vinstri) og Derrius Guice verða líklega valdir snemma. Vísir/Getty Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira