Loforðið um 300 þúsund króna lífeyri aldraðra svikið! Björgvin Guðmundsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 var lagt fram á Alþingi lagafrumvarp um almannatryggingar. Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var þá við völd. Málið hafði verið rúman áratug í undirbúningi en eftirtekjan var ekki eftir því. Hún var rýr. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir einnar krónu hækkun á lægsta lífeyrinum, þ.e. lífeyri þeirra, sem einungis höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Lífeyrir þeirra átti að hækka um 0 krónur. Mikil óánægja braust út meðal aldraðra með frumvarpið. Náði hún hámarki á 1.000 manna mótmælafundi í Háskólabíói en FEB í Reykjavík hélt þann fund. Mótmælin leiddu til þess að ríkisstjórnin lét undan og gerði örlitlar breytingar á frumvarpinu, m.a. þá að ákveðið var að setja inn litla hækkun á lægsta lífeyrinum, eða um 12.000 kr. á mánuði eftir skatt! Í tengslum við framlagningu frumvarpsins var því lýst yfir, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Landssamband eldri borgara fagnaði þessari yfirlýsingu en þing sambandsins hafði gert kröfu til þess að fá framgengt sömu upphæð eins og nam lágmarkslaunum verkafólks, þ.e. 300 þúsund á mánuði fyrir skatt. Það var krafa verkalýðshreyfingarinnar 2015.Ekki staðið við loforðið En loforðið reyndist innantómt slagorð. Það var ekki staðið við það nema gagnvart mjög litlum hluta aldraðra og öryrkja. Aðeins 20% aldraðra eða rúmlega það fengu 300 þús. kr. fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þúsund á mánuði fyrir skatt. Aðeins 29% öryrkja fengu 300 þús. kr. á mánuði fyrir skatt 1. janúar 2018. Hinir fengu aðeins 239 þús. kr. á mánuði. Síðan tekur ríkið 15-20% af þessum fjárhæðum í skatt. Ríkið tekur 57 þús. kr. af 300 þús. krónunum, þannig að aðeins 243 þús. kr. verða eftir og ríkið fær 35 þús. kr. af 239 þús. krónunum; 204 þús. kr. verða eftir. Þessar upphæðir eru ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Það er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús og tæplega tilefni fyrir stjórnarherra að stæra sig af þessum „afrekum“ eins og þeir hafa gert.Örlítið minni skerðingar Örlítið var dregið úr skerðingum í nýja frumvarpinu um almannatryggingar. Upphaflega var frumvarpið lagt fram með afnámi frítekjumarks. En vegna mótmæla eldri borgara var 25 þúsund kr. frítekjumark sett inn í frumvarpið og átti það að gilda sameiginlega fyrir allar tekjur, þar á meðal atvinnutekjur og greiðslur úr lífeyrissjóði. Enginn friður varð þó um þetta frítekjumark. Þeim sem voru á vinnumarkaðnum fannst ósanngjarnt, að þeir sættu mikilli skerðingu tryggingalífeyris vegna þess að þeir væru að reyna að stunda atvinnu. (Frítekjumarkið hafði verið 109 þús. á mánuði). Sama má segja um skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Óánægjan með skerðingarnar hefur stöðugt aukist enda telja sjóðfélagar sig eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. Ekki megi skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóðanna. Ég er sammála því. Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar