Seðlabankinn með neikvætt eigið fé Kristinn Ingi Jónsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt upp á 1,5 milljarða króna í lok síðasta mánaðar samkvæmt nýbirtum tölum úr efnahagsreikningi bankans. Heildareignir bankans námu 739,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu um 5,8 milljarða í mánuðinum en skuldirnar námu á sama tíma 740,6 milljörðum króna. Lækkuðu þær um 2,8 milljarða króna í mánuðinum. Af heildareignum Seðlabankans námu erlendar eignir, sem eru ávaxtaðar á lágum vöxtum erlendis, 668,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu þær um 3,6 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir bankans voru hins vegar 698,8 milljarðar króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 4,1 milljarð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í fyrra að framreikningar til ársins 2025 sýndu að afkoma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með þessu ári um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé bankans yrði neikvætt í framhaldinu. Ástæðan væri sú að gjaldeyrisforði bankans væri fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en krónuskuldir bankans bæru mun hærri vexti. Í viðtali við Markaðinn í desember í fyrra sagði Már að sá möguleiki væri fyrir hendi að skipta gjaldeyrisforðanum upp í þrjá hluta. Einn hlutinn samanstæði þá af öruggum eignum sem væru ávallt tiltækar innan dags. Öðrum hluta yrði ráðstafað í áhættusamari og lengri fjárfestingar sem gætu gefið betri ávöxtun og þriðji hlutinn yrði settur í fjárfestingar til verulega langs tíma. „Við höfum upp á síðkastið verið að vinna í því að fara yfir rammann á fjárfestingarstefnu gjaldeyrisforðans í þeim tilgangi að ná betri ávöxtun án þess þó að taka of mikla áhættu,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt upp á 1,5 milljarða króna í lok síðasta mánaðar samkvæmt nýbirtum tölum úr efnahagsreikningi bankans. Heildareignir bankans námu 739,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu um 5,8 milljarða í mánuðinum en skuldirnar námu á sama tíma 740,6 milljörðum króna. Lækkuðu þær um 2,8 milljarða króna í mánuðinum. Af heildareignum Seðlabankans námu erlendar eignir, sem eru ávaxtaðar á lágum vöxtum erlendis, 668,1 milljarði króna í lok febrúar og lækkuðu þær um 3,6 milljarða í mánuðinum. Innlendar skuldir bankans voru hins vegar 698,8 milljarðar króna í lok mánaðarins og lækkuðu um 4,1 milljarð. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á ársfundi bankans í fyrra að framreikningar til ársins 2025 sýndu að afkoma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með þessu ári um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé bankans yrði neikvætt í framhaldinu. Ástæðan væri sú að gjaldeyrisforði bankans væri fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en krónuskuldir bankans bæru mun hærri vexti. Í viðtali við Markaðinn í desember í fyrra sagði Már að sá möguleiki væri fyrir hendi að skipta gjaldeyrisforðanum upp í þrjá hluta. Einn hlutinn samanstæði þá af öruggum eignum sem væru ávallt tiltækar innan dags. Öðrum hluta yrði ráðstafað í áhættusamari og lengri fjárfestingar sem gætu gefið betri ávöxtun og þriðji hlutinn yrði settur í fjárfestingar til verulega langs tíma. „Við höfum upp á síðkastið verið að vinna í því að fara yfir rammann á fjárfestingarstefnu gjaldeyrisforðans í þeim tilgangi að ná betri ávöxtun án þess þó að taka of mikla áhættu,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira