Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 12:31 Erik Prince stofnaði öryggisfyrirtækið umdeilda Blackwater sem vann meðal annars fyrir bandarísk stjórnvöld í Írak. Hann hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Vísir/Getty Líbansk-bandarískur ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hefur tengsl við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sagður vinna með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Ráðgjafinn hafi borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.New York Times segir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Rannsakendur Mueller hafi spurt vitni hvort að George Nader, ráðgjafi krónprins Abú Dabí og raunverulegs leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefði veitt fé frá furstadæmunum til Trump. Ólöglegt er fyrir erlenda aðila að styrkja bandarísk stjórnmálaframboð og fyrir bandaríska frambjóðendur að taka við erlendum greiðslum. Blaðið sagði frá því að rannsókn Mueller beindist nú að Nader fyrr í vikunni. Svo virtist sem að til rannsóknar væri hvort að Nader hafi reynt að kaupa furstadæmunum pólitísk áhrif innan Trump-stjórnarinnar. Dularfullur fundur með fulltrúa Pútín í Indlandshafi Í fréttinni nú kemur fram að Nader hafi setið fund sem fór fram á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra, rétt fyrir valdatöku Trump, sem Mueller hefur haft áhuga á. Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins, hafi boðað til fundarins en þar hittust rússneskur fjárfestir með tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Erik Prince, stofnandi öryggisfyrirtækisins Blackwater sem hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Embættismenn furstadæmanna hafi talið að Prince hafi komið fram fyrir undirbúningsteymi Trump fyrir valdatöku hans og að Kirill Dmitriev, stjórnandi rússnesks fjárfestingasjóðs, hafi talað fyrir Pútín. Nader vann eitt sinn fyrir Blackwater og kynnti Prince fyrir Dmitriev. Bandaríska leyniþjónustan hefur vitað af fundinum frá því í janúar í fyrra en tilgangur hans hefur ekki legið ljós fyrir. Prince sagði þingnefnd í nóvember að hann hefði aðeins hitt Dmitriev í drykk og vinalegar samræður. Hann hafi ekki komið fram fyrir hönd Trump.Kirill Dmitriev stýrir ríkisreknum fjárfestingasjóð í Rússlandi. Obama-stjórnin beitti hann refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014.Vísir/GettyFundurinn átti sér stað um sama leyti og fréttir bárust um að starfsmenn undirbúningsteymis Trump hefðu átt í leynilegum samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja vikurnar eftir að hann var kjörinn. Þannig reyndi Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, að koma á leynilegri samskiptarás við rússnesk stjórnvöld í stað þess að fara í gegnum hefðbundnar opinberar leiðir. Í frétt New York Times kemur fram að það hafi vakið grunsemdir hjá bandarísku leyniþjónustunni þegar Nahyan krónprins ferðaðist til Bandaríkjanna og heimsótti Trump-turninn í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2016 án þess að láta ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, vita af heimsókninni.Tekinn á leiðinni í embættisafmæli Trump í Mar-a-Lago Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI stöðvuðu Nader á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington-borg 17. janúar. Þá var honum kynnt leitarheimild og stefna fyrir ákærudómstól. Nader var á leiðinni til Mar-a-Lago, golfklúbbs Trump á Flórída, til að fagna eins árs afmæli Trump í embætti forseta. Í kjölfarið var Nader yfirheyrður í tvær klukkustundir. Greint hefur verið frá því að Nader hitti bæði Jared Kushner, tengdason Trump og einn helsta ráðgjafa hans, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, í Hvíta húsinu nokkrum sinnum á fyrstu mánuðum Trump í embætti. Nader hefur verður yfirheyrður nokkrum sinnum um þessa fundi frá því að hann var fyrst stöðvaður í janúar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Líbansk-bandarískur ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hefur tengsl við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú sagður vinna með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Ráðgjafinn hafi borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.New York Times segir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Rannsakendur Mueller hafi spurt vitni hvort að George Nader, ráðgjafi krónprins Abú Dabí og raunverulegs leiðtoga Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hefði veitt fé frá furstadæmunum til Trump. Ólöglegt er fyrir erlenda aðila að styrkja bandarísk stjórnmálaframboð og fyrir bandaríska frambjóðendur að taka við erlendum greiðslum. Blaðið sagði frá því að rannsókn Mueller beindist nú að Nader fyrr í vikunni. Svo virtist sem að til rannsóknar væri hvort að Nader hafi reynt að kaupa furstadæmunum pólitísk áhrif innan Trump-stjórnarinnar. Dularfullur fundur með fulltrúa Pútín í Indlandshafi Í fréttinni nú kemur fram að Nader hafi setið fund sem fór fram á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra, rétt fyrir valdatöku Trump, sem Mueller hefur haft áhuga á. Mohammed bin Zayed al-Nahyan, krónprins, hafi boðað til fundarins en þar hittust rússneskur fjárfestir með tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Erik Prince, stofnandi öryggisfyrirtækisins Blackwater sem hefur verið óformlegur ráðgjafi Trump. Embættismenn furstadæmanna hafi talið að Prince hafi komið fram fyrir undirbúningsteymi Trump fyrir valdatöku hans og að Kirill Dmitriev, stjórnandi rússnesks fjárfestingasjóðs, hafi talað fyrir Pútín. Nader vann eitt sinn fyrir Blackwater og kynnti Prince fyrir Dmitriev. Bandaríska leyniþjónustan hefur vitað af fundinum frá því í janúar í fyrra en tilgangur hans hefur ekki legið ljós fyrir. Prince sagði þingnefnd í nóvember að hann hefði aðeins hitt Dmitriev í drykk og vinalegar samræður. Hann hafi ekki komið fram fyrir hönd Trump.Kirill Dmitriev stýrir ríkisreknum fjárfestingasjóð í Rússlandi. Obama-stjórnin beitti hann refsiaðgerðum eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2014.Vísir/GettyFundurinn átti sér stað um sama leyti og fréttir bárust um að starfsmenn undirbúningsteymis Trump hefðu átt í leynilegum samskiptum við fulltrúa erlendra ríkja vikurnar eftir að hann var kjörinn. Þannig reyndi Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, að koma á leynilegri samskiptarás við rússnesk stjórnvöld í stað þess að fara í gegnum hefðbundnar opinberar leiðir. Í frétt New York Times kemur fram að það hafi vakið grunsemdir hjá bandarísku leyniþjónustunni þegar Nahyan krónprins ferðaðist til Bandaríkjanna og heimsótti Trump-turninn í New York skömmu eftir forsetakosningarnar í nóvember 2016 án þess að láta ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, vita af heimsókninni.Tekinn á leiðinni í embættisafmæli Trump í Mar-a-Lago Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI stöðvuðu Nader á Dulles-alþjóðaflugvellinum í Washington-borg 17. janúar. Þá var honum kynnt leitarheimild og stefna fyrir ákærudómstól. Nader var á leiðinni til Mar-a-Lago, golfklúbbs Trump á Flórída, til að fagna eins árs afmæli Trump í embætti forseta. Í kjölfarið var Nader yfirheyrður í tvær klukkustundir. Greint hefur verið frá því að Nader hitti bæði Jared Kushner, tengdason Trump og einn helsta ráðgjafa hans, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, í Hvíta húsinu nokkrum sinnum á fyrstu mánuðum Trump í embætti. Nader hefur verður yfirheyrður nokkrum sinnum um þessa fundi frá því að hann var fyrst stöðvaður í janúar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00