Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2018 11:03 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum, en allt bendir til þess að sonur hennar sé látinn. visir/vilhelm Eva Hauksdóttir, laganemi og samfélagsrýnir, hefur skrifað stuttan pistil á bloggsíðu sína en tilefnið er að sonar hennar, Hauks Hilmarssonar er saknað. Hann er sagður hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar. Frá þessu greinir ANF fréttastofan og vísar í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með. Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Engin tilkynning borist til aðstandenda Eva lýsir því að hvorki hún né aðrir aðstandendur hafi fengið neinar upplýsingar um afdrif hans. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað gerðist hann 24. febrúar en ég veit bara ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn. Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna.“ Eva greinir frá því að utanríkisráðuneytið hafi verði í sambandi við ræðismanninn í Tyrklandi, alþjóðadeild lögreglunnar og fleiri stofnanir; „verið sé að gera allt sem hægt er til þess að finna út hvað gerðist og hvar líkið er niðurkomið.“Fjöldi fólks hefur sent kærleikskveðjur Eva segir fjölda manna hafa haft samband við sig. „Sent kærleikskveðjur og boðið fram aðstoð, líka bláókunnugt fólk. Þótt ég sé ekki búin að svara öllum þykir mér vænt um að finna þennan samhug og mun svara þegar þar að kemur. Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com. Ekki senda þessháttar upplýsingar á Facebook því FB póstur getur auðveldlega farið fram hjá mér.“ Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Eva Hauksdóttir, laganemi og samfélagsrýnir, hefur skrifað stuttan pistil á bloggsíðu sína en tilefnið er að sonar hennar, Hauks Hilmarssonar er saknað. Hann er sagður hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar. Frá þessu greinir ANF fréttastofan og vísar í yfirlýsingu frá YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Haukur barðist með. Haukur er sagður hafa látist í loftárás tyrkneska hersins þann 24. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur arabískum liðsfélögum.Engin tilkynning borist til aðstandenda Eva lýsir því að hvorki hún né aðrir aðstandendur hafi fengið neinar upplýsingar um afdrif hans. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað gerðist hann 24. febrúar en ég veit bara ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn. Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna.“ Eva greinir frá því að utanríkisráðuneytið hafi verði í sambandi við ræðismanninn í Tyrklandi, alþjóðadeild lögreglunnar og fleiri stofnanir; „verið sé að gera allt sem hægt er til þess að finna út hvað gerðist og hvar líkið er niðurkomið.“Fjöldi fólks hefur sent kærleikskveðjur Eva segir fjölda manna hafa haft samband við sig. „Sent kærleikskveðjur og boðið fram aðstoð, líka bláókunnugt fólk. Þótt ég sé ekki búin að svara öllum þykir mér vænt um að finna þennan samhug og mun svara þegar þar að kemur. Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com. Ekki senda þessháttar upplýsingar á Facebook því FB póstur getur auðveldlega farið fram hjá mér.“
Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00