Leikmaður Pittsburgh Steelers setti af stað herferð til að fá LeBron James í NFL Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 09:00 Gæti þetta gerst? JuJu Smith-Schuster, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, setti í gærkvöldi af stað herferð í þeim tilgangi að fá LeBron James til að hætta í körfubolta og ganga í raðir Steelers-manna í NFL. Smith-Schuster tilkynnti um herferð sína á Twitter þar sem hann sagði að LeBron væri búinn að gera allt sem hægt er að gera og vinna allt sem hægt er að vinna í NBA og því væri um að gera að skipta um íþrótt. Steelers-maðurinn sagði enn fremur að LeBron yrði talinn besti íþróttamaður allra tíma ef hann skiptir um íþrótt og vinnur NFL-deildina með Steelers-liðinu sem er eitt það besta í deildinni. Hann er að vinna með myllumerkið #LeBronToPittsburgh.Announcing my official campaign to recruit @KingJames to the Pittsburgh Steelers for the 2018 season. LeBron has done everything in the NBA. He can be the best athlete EVER if he makes the move to the NFL and wins a Super Bowl with Steeler Nation... #LeBronToPittsburgh pic.twitter.com/5VLcjIPpSO— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 6, 2018 LeBron James var ljómandi góður útherji í amerískum fótbolta þegar að hann spilaði íþróttina í menntaskóla áður en hann lagði körfuboltann fyrir sig sem var fínasta ákvörðun. Smith-Schuster laug engu þegar að hann sagði LeBron búin að vinna allt sem í boði er, en þessi ótrúlegi körfuboltamaður hefur farið átta sinnum í lokaúrslit NBA, unnið þrjá titla, þrisvar sinnum verið kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna, fjórtán sinnum valinn í Stjörnuleikinn og fjórum sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Opni markaðurinn í NFL-deildinni fer brátt af stað sem er ein ástæða þess að Steelers-maðurinn er að setja þessa herferð af stað núna, en þó Cleveland sé ekki líklegasta liðið til að fara í lokaúrslitin núna er hætt við því að LeBron James verði upptekinn í NBA allavega fram í maí. NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
JuJu Smith-Schuster, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, setti í gærkvöldi af stað herferð í þeim tilgangi að fá LeBron James til að hætta í körfubolta og ganga í raðir Steelers-manna í NFL. Smith-Schuster tilkynnti um herferð sína á Twitter þar sem hann sagði að LeBron væri búinn að gera allt sem hægt er að gera og vinna allt sem hægt er að vinna í NBA og því væri um að gera að skipta um íþrótt. Steelers-maðurinn sagði enn fremur að LeBron yrði talinn besti íþróttamaður allra tíma ef hann skiptir um íþrótt og vinnur NFL-deildina með Steelers-liðinu sem er eitt það besta í deildinni. Hann er að vinna með myllumerkið #LeBronToPittsburgh.Announcing my official campaign to recruit @KingJames to the Pittsburgh Steelers for the 2018 season. LeBron has done everything in the NBA. He can be the best athlete EVER if he makes the move to the NFL and wins a Super Bowl with Steeler Nation... #LeBronToPittsburgh pic.twitter.com/5VLcjIPpSO— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 6, 2018 LeBron James var ljómandi góður útherji í amerískum fótbolta þegar að hann spilaði íþróttina í menntaskóla áður en hann lagði körfuboltann fyrir sig sem var fínasta ákvörðun. Smith-Schuster laug engu þegar að hann sagði LeBron búin að vinna allt sem í boði er, en þessi ótrúlegi körfuboltamaður hefur farið átta sinnum í lokaúrslit NBA, unnið þrjá titla, þrisvar sinnum verið kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna, fjórtán sinnum valinn í Stjörnuleikinn og fjórum sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Opni markaðurinn í NFL-deildinni fer brátt af stað sem er ein ástæða þess að Steelers-maðurinn er að setja þessa herferð af stað núna, en þó Cleveland sé ekki líklegasta liðið til að fara í lokaúrslitin núna er hætt við því að LeBron James verði upptekinn í NBA allavega fram í maí.
NFL Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira