Horfa á vegina í uppsveitum Árnessýslu hrynja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur. Samgöngur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vegir í Uppsveitum Árnessýslu eru meira og minna að breytast í malarvegi vegna mikils álags á þeim samkvæmt umferðarsérfræðingi. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur fengið sig fullsadda af ástandi vegamál í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar bauð þingmönnum Suðurkjördæmis, starfsmönnum Vegagerðarinnar og nokkrum öðrum gestum í rútuferð um vegi í Uppsveitum Árnessýslu í dag til að kynna þeim hörmulegt ástand veganna. Sveitarstjórn þrýstir nú á stjórnvöld um úrbætur enda allir búnir að fá sig fullsadda af ástandinu.Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður, Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Vísir/Magnús Hlynur„Við horfum á vegina hrynja og þeir eru bara að verð ónýtir sem er mjög slæmt, bæði öryggis og ferðamennskunnar vegna og íbúanna sem keyra hér um vegina í uppsveitum“, segir Valgerður Sævarsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Hún segir vegina slæma landkynningu fyrir ferðamenn. „Ég held að það hljóti að vera, ég get ekki ímyndað mér nokkuð annað, ekki nema að þetta þyki einhver ævintýramennska að fara hérna um vegina hjá okkur“. En hvað er hægt að gera í þessari stöðu? „Það eina sem ég sé að það sé bara sett aukið fjármagn í að gera þessa vegi þannig að þeir séu keyrandi og mönnum bjóðandi“, segir Valgerður.Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur segir vegina í uppsveitum Árnessýslu breytast smátt og smátt í malarvegi vegna mikils álags á þeim. Rútubílstjóri dagsins var Hugrún Jóhannsdóttir.Vísir/Magnús HlynurSvanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að nokkrir vegir verði teknir í gegn í sumar, m.a. Laugarvatnsvegurinn og Reykjavegurinn sem er malarvegur í dag. Stoppað var á nokkrum stöðum þar sem lélegir og hálf ónýtir vegir voru sýndir. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur þekkir veg til vegamála í uppsveitum Árnessýslu. „Þetta er eiginlega að breytast í malarvegi aftur, fyrir utan það að það eru hættulegar holur í þessu. Ástandið er orðið mjög alvarlegt upp á það að gera að það verður svo dýrt að laga þetta ef við hleypum þessum skemmdum lengra en orðið er. Fyrir utan það að þetta er ekki boðlegt fyrir þessa nýju atvinnugrein okkar, ferðaþjónustuna, að bjóða upp á vegi af þessari gerð, þetta myndi hvergi vera haft upp á borðinu annars staðar,“ segir Ólafur.
Samgöngur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira