Tískupallurinn þakinn laufblöðum Ritstjórn skrifar 6. mars 2018 15:00 Það bíða margir spenntir eftir sýningum Chanel á tískuvikunni, og er það sýningin sem oftast lokar þessum tískumánuði sem nú er á enda. Chanel eiga nú einnig til að setja upp allsherjar leiksýningu og var engin undantekning gerð á því núna. Tískupalli Chanel var breytt í haustið, þakið laufblöðum í haustlitunum og háum trjám. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi tískuhússins til margra ára, kann svo sannarlega að koma áhorfendum í rétt skap, en þetta var einmitt haust - og vetrarlínan árið 2018. Bronslituð stígvél voru áberandi, og hefur Karl sagt skilið við plastið sem hefur verið svo áberandi hjá honum upp á síðkastið. Köflótta tweed efnið sem einkennt hefur tískuhúsið var til staðar, bæði í svörtum lit og einnig í brúnu haustlitunum. Blómamynstur var einnig haft á kjólum og jökkum, og haft í fallegum litum eins og bláum, bleikum og appelsínugulum. Karl Lagerfeld kemur kannski ekki rosalega oft á óvart með Chanel-línum sínum, en hann þekkir sína viðskiptavini, og í þessari línu eru fullt af eigulegum flíkum. Mest lesið Grár varalitur Gigi Hadid Glamour Bak við tjöldin með Ellingsen og Glamour Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Bowie þema í afmæli Kate Moss Glamour Harry Styles gefur út sína fyrstu smáskífu Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Þakkaði konunum í lífi sínu Glamour Klassík sem endist Glamour
Það bíða margir spenntir eftir sýningum Chanel á tískuvikunni, og er það sýningin sem oftast lokar þessum tískumánuði sem nú er á enda. Chanel eiga nú einnig til að setja upp allsherjar leiksýningu og var engin undantekning gerð á því núna. Tískupalli Chanel var breytt í haustið, þakið laufblöðum í haustlitunum og háum trjám. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi tískuhússins til margra ára, kann svo sannarlega að koma áhorfendum í rétt skap, en þetta var einmitt haust - og vetrarlínan árið 2018. Bronslituð stígvél voru áberandi, og hefur Karl sagt skilið við plastið sem hefur verið svo áberandi hjá honum upp á síðkastið. Köflótta tweed efnið sem einkennt hefur tískuhúsið var til staðar, bæði í svörtum lit og einnig í brúnu haustlitunum. Blómamynstur var einnig haft á kjólum og jökkum, og haft í fallegum litum eins og bláum, bleikum og appelsínugulum. Karl Lagerfeld kemur kannski ekki rosalega oft á óvart með Chanel-línum sínum, en hann þekkir sína viðskiptavini, og í þessari línu eru fullt af eigulegum flíkum.
Mest lesið Grár varalitur Gigi Hadid Glamour Bak við tjöldin með Ellingsen og Glamour Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Bowie þema í afmæli Kate Moss Glamour Harry Styles gefur út sína fyrstu smáskífu Glamour Victoria Beckham gefur út förðunarlínu Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Bella Hadid er nýtt andlit Dior Glamour Þakkaði konunum í lífi sínu Glamour Klassík sem endist Glamour