Jón Halldór um Keflavíkurliðið: „Þetta eru aumingjar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 11:00 Keflavík bauð upp á skammarlega frammistöðu í 21. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði með 32 stiga mun, 99-67, fyrir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Keflavík virtist aðeins of sátt með að vera búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti aldrei til leiks þrátt fyrir að geta lyft sér upp í sjöunda sætið með sigri og komið í veg fyrir að mæta deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Frammistaða Keflavíkurliðsins endurspeglaðist í skoti sem Guðmundur Jónsson, fyrirliði liðsins, tók beint eftir leikhlé Friðriks Inga Rúnarssonar þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík var aðeins búið að skora fjögur stig og lagði Friðrik Ingi upp sókn til að koma sínum mönnum í gang. Guðmundur hafði aðrar hugmyndir og reyndi galið þriggja stiga skot af löngu færi sem klikkaði. Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, er mikill Keflvíkingur en hans menn fengu heldur betur að heyra það í þætti gærkvöldsins eftir þessa frammistöðu. Þar var ekkert skafað utan af hlutunum. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja núna. Þeir eru með hausinn á sér langt upp í rassgatinu á sér þegar að þeir koma út úr þessu leikhléi. Menn fara inn á og eru bara með allt aðrar hugmyndir en þjálfarinn sem er búinn að vinna einhverja tugi titla og vera í þessu í 100 ár,“ sagði Jón Halldór bálreiður. „Gummi er yndislegur maður. Mér þykir ofboðslega vænt um hann, en það er stundum eins og að hann sé með hausinn á sér... já. En það er ekki bara hann. Keflavíkurliðið er með tvo erlenda leikmenn, Hörð Axel, Guðmund Jónsson, Magnús Má, Ragnar Bragason, Daða Lár og fleiri leikmenn. Þetta eru aumingjar. Aumingjar!“ „Ég var að koma heim frá útlöndum og ég fæ þetta helvítis rugl í andlitið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Keflavík bauð upp á skammarlega frammistöðu í 21. umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið tapaði með 32 stiga mun, 99-67, fyrir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Keflavík virtist aðeins of sátt með að vera búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og mætti aldrei til leiks þrátt fyrir að geta lyft sér upp í sjöunda sætið með sigri og komið í veg fyrir að mæta deildarmeisturunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Frammistaða Keflavíkurliðsins endurspeglaðist í skoti sem Guðmundur Jónsson, fyrirliði liðsins, tók beint eftir leikhlé Friðriks Inga Rúnarssonar þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta. Keflavík var aðeins búið að skora fjögur stig og lagði Friðrik Ingi upp sókn til að koma sínum mönnum í gang. Guðmundur hafði aðrar hugmyndir og reyndi galið þriggja stiga skot af löngu færi sem klikkaði. Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, er mikill Keflvíkingur en hans menn fengu heldur betur að heyra það í þætti gærkvöldsins eftir þessa frammistöðu. Þar var ekkert skafað utan af hlutunum. „Ég veit ekki hversu mikið ég má segja núna. Þeir eru með hausinn á sér langt upp í rassgatinu á sér þegar að þeir koma út úr þessu leikhléi. Menn fara inn á og eru bara með allt aðrar hugmyndir en þjálfarinn sem er búinn að vinna einhverja tugi titla og vera í þessu í 100 ár,“ sagði Jón Halldór bálreiður. „Gummi er yndislegur maður. Mér þykir ofboðslega vænt um hann, en það er stundum eins og að hann sé með hausinn á sér... já. En það er ekki bara hann. Keflavíkurliðið er með tvo erlenda leikmenn, Hörð Axel, Guðmund Jónsson, Magnús Má, Ragnar Bragason, Daða Lár og fleiri leikmenn. Þetta eru aumingjar. Aumingjar!“ „Ég var að koma heim frá útlöndum og ég fæ þetta helvítis rugl í andlitið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn