Nítján ára Bliki hafði góð tök á bestu fótboltakonu heims Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. mars 2018 08:30 Mynd sem er lýsandi fyrir leikinn en íslensku stelpurnar börðust um hvern einasta bolta. vísir/getty Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Ísland og Evrópumeistarar Hollands skildu markalaus í lokaleik riðlakeppni Algarve-mótsins í Portúgal í gær. Landsliðsþjálfarinn segir að það megi taka margt jákvætt úr mótinu. Fyrir leik voru Hollendingar taldir sigurstranglegra liðið en liðið varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar. Þær appelsínugulu pressuðu þungt á íslensku vörnina og reyndu hvað þær gátu til að skora. Að stærstum hluta mistókst þeim að skapa sér hættuleg færi. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, þurfti einu sinni að taka á honum stóra sínum í fyrri hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks áttu Hollendingar skot í stöng. Að öðru leyti hélt íslenska vörnin vel og stóðst áhlaup meistaranna.Góð frammistaða Besta færi Íslands átti Agla María Albertsdóttir þegar hún komst í gegn eftir um korters leik en markvörður Hollendinga varði vel frá henni. „Þetta var góð frammistaða og við náðum að æfa okkur vel í því sem við ætluðum að æfa okkur í. Við vorum að spila gegn Evrópumeisturunum og okkur tókst að halda þeim frá markinu og halda hreinu. Svo þetta voru góð úrslit,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti C-riðils mótsins með tvö stig eftir tvö markalaus jafntefli gegn liðunum tveimur sem léku til úrslita á EM í fyrra. Á föstudag tapaði liðið hins vegar 2-1 gegn Japan. Danir enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig, Japan var í öðru sæti með sex og Hollendingar efstir með sjö stig. Hollenska liðið hafði skorað níu mörk í fyrri leikjunum tveimur. „Vörnin er klárlega hið jákvæða og besta við mótið. Við fengum síðan okkar tækifæri til að skora en nýttum þau ekki. Heilt yfir eru þetta samt mjög öflug úrslit,“ segir Freyr. Hann bætir því við að bæði í leikjum og á æfingasvæðinu hafi mikil og góð vinna verið unnin sem hópurinn taki helling með sér úr.Selma frábær Hin nítján ára Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð. Hún fékk það erfiða verkefni að hafa hemil á Lieke Mertens en sú hollenska var útnefnd besti leikmaður heims í októbermánuði síðastliðnum. Fyrir mótið hafði Selma leikið einn A-landsleik. „Selma var frábær í dag og allt mótið. Með dyggri aðstoð miðvarða og annarra leikmanna hélt hún vel aftur af henni,“ segir Freyr. Mótið hafi nýst gífurlega vel til að móta óreyndari leikmenn. „Það hefur gengið hægt og rólega en þó undir talsverðri pressu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu er næstkomandi miðvikudag. Niðurstöður úr öðrum riðlum mótsins þýða að Ísland mun mæta Danmörku öðru sinni á mótinu en liðin munu leika um 9. sæti mótsins. Landsliðsþjálfarinn verður ekki á hliðarlínunni í þeim leik þar sem hann er á leið á UEFA Pro þjálfaranámskeið. Það fer auðvitað fram í Danmörku. „Mínir dyggu aðstoðarmenn munu halda uppi aga fram að leik og stýra liðinu í leiknum. Þetta eru miklir atvinnumenn, bæði leikmenn og starfsfólk,“ segir Freyr að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira