Ferðir Pawels vöktu athygli á Beauty tips: „Reykvískar mæður geta verið óhræddar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 20:35 Pawel sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Skjáskot/Snapchat Ferðir „stórskrýtins gæja“ sem gekk um Grafarvog í dag og tók Snapchat myndbönd af leikskólum vöktu athygli meðlima Facebook hópsins Beauty tips. Hinn stórskrýtni gæi reyndist vera Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem sækist eftir sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur undanfarna daga ferðast um hverfi borgarinnar á hjóli og kynnt sér legu leikskóla í borginni. „Ég hef verið að stunda það að ganga um bæinn og skoða ýmis atriði,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Hann segist til að mynda hafa farið um alla þéttingarreiti borgarinnar. „Nú er ég með það verkefni að ganga fram hjá öllum leikskólum borgarinnar til að átta mig á legu þeirra. Svo kynnir maður sér aðeins hvað leikskólarnir standa fyrir, hvernig stefnu þeir hafa, og reyni að fjalla um það í stuttum snap sögum.“ Reykjavíkurborg rekur 62 leikskóla og til viðbótar eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni. Því er alls um að ræða tæplega 80 leikskóla. „Þetta gengur nú bara vel skal ég segja þér. Ég er búinn með bróðurpart af Vesturbænum og Hlíðum, allt norðan Hringbrautar er komið. Svo var ég að klára Grafarvoginn, Grafarholtið og Úlfarsárdalinn í dag. Næst liggur leið mín upp í Árbæ og Breiðholt. Þá eru bara Fossvogur og suðurhluti Hlíða eftir og svo Kjalarnesið þangað sem ég mun taka strætóferð sem verður rúsínan í pylsuendanum í þessari ferð minni.“Ekkert sem heitir „bad publicity“ Pawel tilkynnti fyrir um tveimur vikum síðan að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Þetta er liður í því. Þetta er leið mín til að kynnast borgarlandinu. Talandi nú ekki um það að kynnast menntakerfinu,“ segir Pawel. „Ég geri þetta allt á hjóli og það er svona líka útaf því að stundum þegar maður er að skoða sérstaklega aðbúnaðinn í kringum skóla þá náttúrulega eru mikið af krökkum að fara labbandi þá er oft gott að sjá hvernig hlutirnir liggja. Til dæmis þegar verið er að sameina skóla, meikar það sens út frá því hvernig þeir liggja. Meikar það sens út frá gönguleiðum barnanna.“ Umræða um ferðir „stórskrýtins gæja“ um Grafarvog spratt upp í Facebook hópnum Beauty tips fyrr í dag og segist Pawel hafa fengið veður af þeirri umræðu. „Ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu. Það er svona eins og það er. Það er stundum sagt að það sé ekkert sem heitir bad publicity sko en takmarkið er ekki að hrella neinn,“ segir Pawel. „Reykvískar mæður geta verið óhræddar um það að það sé ekkert annað á ferðinni.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ferðir „stórskrýtins gæja“ sem gekk um Grafarvog í dag og tók Snapchat myndbönd af leikskólum vöktu athygli meðlima Facebook hópsins Beauty tips. Hinn stórskrýtni gæi reyndist vera Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem sækist eftir sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur undanfarna daga ferðast um hverfi borgarinnar á hjóli og kynnt sér legu leikskóla í borginni. „Ég hef verið að stunda það að ganga um bæinn og skoða ýmis atriði,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Hann segist til að mynda hafa farið um alla þéttingarreiti borgarinnar. „Nú er ég með það verkefni að ganga fram hjá öllum leikskólum borgarinnar til að átta mig á legu þeirra. Svo kynnir maður sér aðeins hvað leikskólarnir standa fyrir, hvernig stefnu þeir hafa, og reyni að fjalla um það í stuttum snap sögum.“ Reykjavíkurborg rekur 62 leikskóla og til viðbótar eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni. Því er alls um að ræða tæplega 80 leikskóla. „Þetta gengur nú bara vel skal ég segja þér. Ég er búinn með bróðurpart af Vesturbænum og Hlíðum, allt norðan Hringbrautar er komið. Svo var ég að klára Grafarvoginn, Grafarholtið og Úlfarsárdalinn í dag. Næst liggur leið mín upp í Árbæ og Breiðholt. Þá eru bara Fossvogur og suðurhluti Hlíða eftir og svo Kjalarnesið þangað sem ég mun taka strætóferð sem verður rúsínan í pylsuendanum í þessari ferð minni.“Ekkert sem heitir „bad publicity“ Pawel tilkynnti fyrir um tveimur vikum síðan að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Þetta er liður í því. Þetta er leið mín til að kynnast borgarlandinu. Talandi nú ekki um það að kynnast menntakerfinu,“ segir Pawel. „Ég geri þetta allt á hjóli og það er svona líka útaf því að stundum þegar maður er að skoða sérstaklega aðbúnaðinn í kringum skóla þá náttúrulega eru mikið af krökkum að fara labbandi þá er oft gott að sjá hvernig hlutirnir liggja. Til dæmis þegar verið er að sameina skóla, meikar það sens út frá því hvernig þeir liggja. Meikar það sens út frá gönguleiðum barnanna.“ Umræða um ferðir „stórskrýtins gæja“ um Grafarvog spratt upp í Facebook hópnum Beauty tips fyrr í dag og segist Pawel hafa fengið veður af þeirri umræðu. „Ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu. Það er svona eins og það er. Það er stundum sagt að það sé ekkert sem heitir bad publicity sko en takmarkið er ekki að hrella neinn,“ segir Pawel. „Reykvískar mæður geta verið óhræddar um það að það sé ekkert annað á ferðinni.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29