Skólastjórinn missti sig eftir flautublokk Taylor í Seljaskóla | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 10:30 Haukar voru einu skoti frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið heimsótti ÍR í toppslag í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Lítið var skorað í leik tveggja sterkra varna en Haukar fengu síðustu sóknina eftir að Matthías Orri Sigurðarson brenndi af vítaskoti þegar að 7,6 sekúndur voru eftir. ÍR var þá tveimur stigum yfir, 64-62. Gestirnir úr Hafnarfirðinum brunuðu fram völlinn og setti Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones III upp skot fyrir Hauk Óskarsson fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að karfa myndi tryggja Haukum sigur og deildarmeistaratitilinn. Skotið komst þó aldrei nálægt körfunni því Ryan Taylor, Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi í liði ÍR, kom fljúgandi og varði skot Hauks með tilþrifum. Í staðinn fyrir flautukörfu frá Haukum átti Taylor flautublokk. Allt ætlaði um koll að keyra í Breiðholtinu og var enginn glaðari en skólastjórinn sjálfur í Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, sem stökk á Taylor og faðmaði drekann með látum. Geggjaður endir á geggjuðum leik. Haukar eru enn í bílstjórasætinu um deildarmeistaratitilinn en liðið fær bikarinn afhentan í næstu umferð takist því að leggja Valsmenn á heimavelli. Farið verður yfir þennan leik sem og alla hina í 21. umferðinni í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport HD að loknum leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Flautublokkið má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Haukar voru einu skoti frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið heimsótti ÍR í toppslag í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Lítið var skorað í leik tveggja sterkra varna en Haukar fengu síðustu sóknina eftir að Matthías Orri Sigurðarson brenndi af vítaskoti þegar að 7,6 sekúndur voru eftir. ÍR var þá tveimur stigum yfir, 64-62. Gestirnir úr Hafnarfirðinum brunuðu fram völlinn og setti Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones III upp skot fyrir Hauk Óskarsson fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að karfa myndi tryggja Haukum sigur og deildarmeistaratitilinn. Skotið komst þó aldrei nálægt körfunni því Ryan Taylor, Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi í liði ÍR, kom fljúgandi og varði skot Hauks með tilþrifum. Í staðinn fyrir flautukörfu frá Haukum átti Taylor flautublokk. Allt ætlaði um koll að keyra í Breiðholtinu og var enginn glaðari en skólastjórinn sjálfur í Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, sem stökk á Taylor og faðmaði drekann með látum. Geggjaður endir á geggjuðum leik. Haukar eru enn í bílstjórasætinu um deildarmeistaratitilinn en liðið fær bikarinn afhentan í næstu umferð takist því að leggja Valsmenn á heimavelli. Farið verður yfir þennan leik sem og alla hina í 21. umferðinni í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport HD að loknum leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Flautublokkið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira