Hótelstjóri segir lögum breytt eftir séróskalista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir í Fossatúni telja sig hafa orðið af milljónaviðskiptum vegna sölu Veiðifélags Grímsár og Tunguár á gistingu. Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir, sem reka hótel á jörð sinni Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði, segja Alþingi hafa stuðst við sjónarmið sem Hæstiréttur hafi áður hafnað er lögum um veiðifélög var breytt. Á vefsíðu sinni segja Steinar og Ingibjörg að sé sértækum hagsmunum framfylgt af „valinkunnum“ einstaklingum eða hagsmunasamtökum geti þeir farið í gegnum stjórnsýsluna og Alþingi og orðið að lögum. „Af hverju, Sigurður Ingi, útilokaðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðuneyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábúendum í Fossatúni?“ spyrja Steinar og Ingibjörg í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannessonar, áður landbúnaðarráðherra og nú samgönguráðherra Steinar og Ingibjörg keyptu Fossatún á árinu 2001. Með fylgja veiðiréttindi í Grímsá og þar með skylduaðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Á vefsíðu þeirra sveitasaga.com segir að skömmu áður en þau hófu rekstur ferðaþjónustu í Fossatúni árið 2005 hafi stjórn veiðifélagsins ákveðið að leigja veiðihúsið að Fossási út sem sveitahótel utan laxveiðitímans. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnustarfsemi í skjóli þess,“ segir á vefsíðunni. Þau hafi leitað réttar síns og Hæstiréttur dæmt að veiðifélaginu væri óheimilt að leigja veiðihúsið út til samkeppnislegrar starfsemi utan veiðitíma án samþykkis allra félagsmanna. „Skömmu eftir dóminn gekk formaður Landssambands veiðifélaga á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu og að það þyrfti að uppfæra lögin. Honum var falið að vinna að lagabreytingu ásamt starfsmönnum ráðuneytisins,“ rekja hjónin. Helsta stuðningsgagn lagabreytingarinnar hafi verið álitsgerð sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann og Landssamband veiðifélaga greiddi fyrir í tengslum við ágreining ábúenda Fossatúns og veiðifélagsinsSegja breytinguna andstæða stjórnarskrá „Hæstiréttur hafnaði niðurstöðu álitsgerðarinnar og því hlýtur það að teljast óeðlilegt og öfugsnúið að hún sé síðan helsta stoð Alþingis fyrir lagabreytingunni,“ segir á síðu Steinars og Ingibjargar. Komin sé ný skilgreining á hlutverki veiðifélaga. „Við bætist markmið um að taka þátt í almennum hótel- og veitingarekstri til að hámarka arðsemi. Spurning hvort hægt sé að skylda fólk til þátttöku í slíku félagi með lögum og víkja þannig til hliðar félagafrelsi stjórnarskrárinnar?“ Hjónin segjast ítrekað hafa leitað til ráðuneytisins sem vann lögin og til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og beðið um fundi. „Því miður hafa bæði ráðuneytið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sniðgengið þær óskir eða hafnað þeim,“ segja þau. Í opna bréfinu segja hjónin að lagabreytingin sé andstæð stjórnarskrá. „Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna?“ spyrja þau ráðherrana. „Af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrunduðu lög 30. júní 2015? Réð sannfæring ykkar því eða meðvirkni?“ Ennfremur segja þau eina forsendu lagabreytingarinnar hafa verið að hún hefði aðeins áhrif á veiðifélög. „Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega.“ Steinar kveðst hafa dreift bæklingum um málið til alþingismanna. Hann kveðst bjartsýnn á jákvæðar undirtektir. „Það hlýtur að vera tilefni til þess að ræða málin,“ segir vertinn í Fossatúni við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir, sem reka hótel á jörð sinni Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði, segja Alþingi hafa stuðst við sjónarmið sem Hæstiréttur hafi áður hafnað er lögum um veiðifélög var breytt. Á vefsíðu sinni segja Steinar og Ingibjörg að sé sértækum hagsmunum framfylgt af „valinkunnum“ einstaklingum eða hagsmunasamtökum geti þeir farið í gegnum stjórnsýsluna og Alþingi og orðið að lögum. „Af hverju, Sigurður Ingi, útilokaðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðuneyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábúendum í Fossatúni?“ spyrja Steinar og Ingibjörg í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannessonar, áður landbúnaðarráðherra og nú samgönguráðherra Steinar og Ingibjörg keyptu Fossatún á árinu 2001. Með fylgja veiðiréttindi í Grímsá og þar með skylduaðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Á vefsíðu þeirra sveitasaga.com segir að skömmu áður en þau hófu rekstur ferðaþjónustu í Fossatúni árið 2005 hafi stjórn veiðifélagsins ákveðið að leigja veiðihúsið að Fossási út sem sveitahótel utan laxveiðitímans. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnustarfsemi í skjóli þess,“ segir á vefsíðunni. Þau hafi leitað réttar síns og Hæstiréttur dæmt að veiðifélaginu væri óheimilt að leigja veiðihúsið út til samkeppnislegrar starfsemi utan veiðitíma án samþykkis allra félagsmanna. „Skömmu eftir dóminn gekk formaður Landssambands veiðifélaga á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu og að það þyrfti að uppfæra lögin. Honum var falið að vinna að lagabreytingu ásamt starfsmönnum ráðuneytisins,“ rekja hjónin. Helsta stuðningsgagn lagabreytingarinnar hafi verið álitsgerð sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann og Landssamband veiðifélaga greiddi fyrir í tengslum við ágreining ábúenda Fossatúns og veiðifélagsinsSegja breytinguna andstæða stjórnarskrá „Hæstiréttur hafnaði niðurstöðu álitsgerðarinnar og því hlýtur það að teljast óeðlilegt og öfugsnúið að hún sé síðan helsta stoð Alþingis fyrir lagabreytingunni,“ segir á síðu Steinars og Ingibjargar. Komin sé ný skilgreining á hlutverki veiðifélaga. „Við bætist markmið um að taka þátt í almennum hótel- og veitingarekstri til að hámarka arðsemi. Spurning hvort hægt sé að skylda fólk til þátttöku í slíku félagi með lögum og víkja þannig til hliðar félagafrelsi stjórnarskrárinnar?“ Hjónin segjast ítrekað hafa leitað til ráðuneytisins sem vann lögin og til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og beðið um fundi. „Því miður hafa bæði ráðuneytið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sniðgengið þær óskir eða hafnað þeim,“ segja þau. Í opna bréfinu segja hjónin að lagabreytingin sé andstæð stjórnarskrá. „Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna?“ spyrja þau ráðherrana. „Af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrunduðu lög 30. júní 2015? Réð sannfæring ykkar því eða meðvirkni?“ Ennfremur segja þau eina forsendu lagabreytingarinnar hafa verið að hún hefði aðeins áhrif á veiðifélög. „Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega.“ Steinar kveðst hafa dreift bæklingum um málið til alþingismanna. Hann kveðst bjartsýnn á jákvæðar undirtektir. „Það hlýtur að vera tilefni til þess að ræða málin,“ segir vertinn í Fossatúni við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira