Sögðu skilið við plaströr um helgina Guðný Hrönn skrifar 5. mars 2018 07:00 Geoffrey Þór Huntington-Williams hefur umsjón með rekstri Priksins, Húrra og Bravó. Margt fólk og fyrirtæki reyna nú að draga úr plastnotkun með ýmsum hætti til að sporna gegn plastmengun sem er stórt vandamál víða um heim. Sem dæmi um fyrirtæki sem tók nýverið skref í átt að minni plastnotkun má nefna Mjólkursamsöluna. „Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu,“ sagði í tilkynningu MS sem birtist seint í síðasta mánuð. Dæmi um önnur fyrirtæki sem vinna nú að því að minnka plast eru veitinga- og skemmtistaðirnir Prikið, Húrra og Bravó en um helgina var tilkynnt að á þeim stöðum væri hætt að bjóða viðskiptavinum upp á sogrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 20.000 plaströr endað í ruslinu á mánuði á þessum stöðum. „Ef við tökum bara Prikið, þá eru það um 1.500-2.000 rör sem sparast á viku,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins. „Og ef við tökum Bravó og Húrra með í dæmið líka, þá er þetta rosalegt magn sogröra á mánuði,“ segir Geoffrey sem hefur einnig yfirumsjón með rekstri Bravó og Húrra.Ógrynni einnota sogröra úr plasti fer í ruslið á degi hverjum. Vonandi munu slík plaströr heyra sögunni til í framtíðinni.Vísir/gettyGeoffrey segir starfsfólk Priksins stöðugt vera að leita leiða til þess að minnka sorp. „Við erum alltaf að reyna að taka skref í rétta átt og þetta er mjög eðlileg þróun,“ útskýrir hann. Hann segir fyrstu viðbrögð vera góð. „Viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð, þetta er eitthvað sem fólk vill.“ Geoffrey bætir við að það fólk sem þarf á sogrörum að halda geti fengið papparör. „Auðvitað verða einhver rör í boði fyrir það fólk með vantar nauðsynlega rör, til dæmis ung börn og annað fólk sem á erfitt með að drekka úr glasi, þá bjóðum við upp á papparör í staðinn. Svo hefur fólk sagt okkur frá fjölnota málmrörum og við erum að skoða þetta allt saman. En við tökum allavega plastið út.“ Spurður út í hvort hann sjái fyrir sér að aðrar og svipaðar breytingar verði gerðar á þessum stöðum á næstu misserum segir hann: „Það er ekkert ákveðið en við höldum alltaf áfram því þetta eru kannski litlir hlutir og litlar ákvarðanir sem geta skilað miklu.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Margt fólk og fyrirtæki reyna nú að draga úr plastnotkun með ýmsum hætti til að sporna gegn plastmengun sem er stórt vandamál víða um heim. Sem dæmi um fyrirtæki sem tók nýverið skref í átt að minni plastnotkun má nefna Mjólkursamsöluna. „Nú tökum við aftur jákvætt skref í umhverfismálum og drögum úr plastnotkun með því að hætta að setja rör á G-mjólkina. Minna plast og enn auðveldara að skila til endurvinnslu,“ sagði í tilkynningu MS sem birtist seint í síðasta mánuð. Dæmi um önnur fyrirtæki sem vinna nú að því að minnka plast eru veitinga- og skemmtistaðirnir Prikið, Húrra og Bravó en um helgina var tilkynnt að á þeim stöðum væri hætt að bjóða viðskiptavinum upp á sogrör úr plasti. Áætlað er að áður hafi um 20.000 plaströr endað í ruslinu á mánuði á þessum stöðum. „Ef við tökum bara Prikið, þá eru það um 1.500-2.000 rör sem sparast á viku,“ segir Geoffrey Þór Huntington-Williams, framkvæmdastjóri Priksins. „Og ef við tökum Bravó og Húrra með í dæmið líka, þá er þetta rosalegt magn sogröra á mánuði,“ segir Geoffrey sem hefur einnig yfirumsjón með rekstri Bravó og Húrra.Ógrynni einnota sogröra úr plasti fer í ruslið á degi hverjum. Vonandi munu slík plaströr heyra sögunni til í framtíðinni.Vísir/gettyGeoffrey segir starfsfólk Priksins stöðugt vera að leita leiða til þess að minnka sorp. „Við erum alltaf að reyna að taka skref í rétta átt og þetta er mjög eðlileg þróun,“ útskýrir hann. Hann segir fyrstu viðbrögð vera góð. „Viðbrögðin hafa verið vægast sagt góð, þetta er eitthvað sem fólk vill.“ Geoffrey bætir við að það fólk sem þarf á sogrörum að halda geti fengið papparör. „Auðvitað verða einhver rör í boði fyrir það fólk með vantar nauðsynlega rör, til dæmis ung börn og annað fólk sem á erfitt með að drekka úr glasi, þá bjóðum við upp á papparör í staðinn. Svo hefur fólk sagt okkur frá fjölnota málmrörum og við erum að skoða þetta allt saman. En við tökum allavega plastið út.“ Spurður út í hvort hann sjái fyrir sér að aðrar og svipaðar breytingar verði gerðar á þessum stöðum á næstu misserum segir hann: „Það er ekkert ákveðið en við höldum alltaf áfram því þetta eru kannski litlir hlutir og litlar ákvarðanir sem geta skilað miklu.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira