Íslenski boltinn

Fjölnir skellti Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjölnismenn fagna marki síðasta sumar.
Fjölnismenn fagna marki síðasta sumar. Vísir/Getty
Fjölnismenn urðu fyrstir til að leggja Stjörnuna að velli í Lengjubikarnum þetta árið en Grafarvogsliðið skellti Garðbæingum, 5-2.

Anton Freyr Ársælsson, Almarr Ormarsson, Ægir Jarl Jónasson, Þórir Guðjónsson og Birnir Snær Ingason skoruðu mörk Fjölnis en þeir Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Kári Pétursson mörk Stjörnunnar.

Víkingur Ólafsvík og Leiknir Reykjavík mættust í hinum leik dagsins í 3. riðli A-deildar og skildu jöfn, 1-1. Páll Steinar Jóhannsson kom Ólafsvíkingum yfir á 58. mínútu en Vuk Oskar Dimitrejevic jafnaði metin fyrir Leikni þremur mínútum síðar.

Stjarnan er með sex stig á toppi riðilsins en Víkingur er með fimm stig. Fjölnismenn eru með fjögur stig en Leiknir tvö.

Í 4. riðli hafði Selfoss betur gegn Þór á Akureyri, 2-0. Magnús Ingi Einarsson og Gylfi Dagur Leifsson skoruðu mörk Selfyssinga.

Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga í keppninni og er liðið með þrjú stig í fjórða sæti. Þór er enn án sigurs, með eitt stig á botni riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×