Fótbolti

Bröndby á toppinn eftir sigur

Einar Sigurvinsson skrifar
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby. Vísir/getty
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í sigri Bröndby á Odense í kvöld. Leikurinn endaði 2-1.

Leikurinn var jafn framan af en skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks kom Hany Mukhtar Bröndby í 1-0. Á 77. mínútu kom síðan finnski sóknarmaðurinn Teemu Pukki Bröndy í 2-0.

Mathies Greve náði að klóra í bakkann fyrir Odense á 86. mínútu þegar hann minnkaði muninn í 2-1, en fleiri urðu mörkin ekki.

Með sigrinum fer Bröndby í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 56 stig. Þeir eru þremur stigum á undan Midtjylland, sem situr í 2. sæti deildarinnar með 53 stig, en eiga einn leik til góða. Odense situr í 6. sæti deildarinnar.

Bröndby hefur verið á flúgandi siglingu það sem af er tímabili, en liðið hefur ekki tapað leik síðan í ágúst í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×