Íslenska landsliðið gerðir markalaust jafntefli við Danmörku í fyrsta leik en mætir Japan í leik númer tvö á eftir.
Freyr gerir tíu breytingar á liðinu sem hóf leikinn gegn Danmörku, en Ingibjörg Sigurðardóttir er sú eina sem heldur sæti sínu.
Það er mjög stutt á milli leikja og það er aðalástæðan fyrir því að Freyr gerir svona margar breytingar en auk þess ætlar hann að gefa sem flestum leikmönnum tækifæri.
Byrjunarlið Íslands gegn Japan í dag.
Our starting lineup against Japan today.#dottirpic.twitter.com/NvJbc22xwX
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 2, 2018
Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir eru allar að í fyrsta sinn í byrjunarliði A-landsliðsins.
Byrjunarlið Íslands á móti Japan: 3-5-2:
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðný Árnadóttir
Anna Björk Kristjánsdóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Anna Rakel Pétursdóttir
Andrea Mist Pálsdóttir
Andrea Rán Hauksdóttir
Katrín Ásbjörnsdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir