Fótbolti

Aðeins ein heldur sæti sínu í byrjunarliðinu hjá Frey

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er sú eina sem heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.
Ingibjörg Sigurðardóttir er sú eina sem heldur sæti sínu í byrjunarliðinu. Vísir/Getty
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gerir miklar breytingar á byrjunarliði sínu á milli leikja í Algarve bikarnum.

Íslenska landsliðið gerðir markalaust jafntefli við Danmörku í fyrsta leik en mætir Japan í leik númer tvö á eftir.

Freyr gerir tíu breytingar á liðinu sem hóf leikinn gegn Danmörku, en Ingibjörg Sigurðardóttir er sú eina sem heldur sæti sínu. 

Það er mjög stutt á milli leikja og það er aðalástæðan fyrir því að Freyr gerir svona margar breytingar en auk þess ætlar hann að gefa sem flestum leikmönnum tækifæri.





Þær sem fara úr liðinu eru þær Sandra Sigurðardóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Agla María Albertsdóttir, Sandra María Jessen, Svava Rós Guðmundsdóttir og Rakel Hönnudóttir.

Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir eru allar að í fyrsta sinn í byrjunarliði A-landsliðsins.



Byrjunarlið Íslands á móti Japan: 3-5-2:

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Guðný Árnadóttir

Anna Björk Kristjánsdóttir

Selma Sól Magnúsdóttir

Anna Rakel Pétursdóttir

Andrea Mist Pálsdóttir

Andrea Rán Hauksdóttir

Katrín Ásbjörnsdóttir

Hlín Eiríksdóttir

Berglind Björg Þorvaldsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×