Hjálpsemin kom honum á hjúkrunarheimili á Hvammstanga Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 14:16 Óli Svavar vildi hjálpa mann sem var fastur í skafli með bíl sinn við Heillisheiðarvirkjun, en þá kom ógæfumaður brunandi á ónýtum bíl og undir ónýt dekk. Óli Svavar Ólafsson smiður, 56 ára að aldri, dvelst nú á hjúkrunar-, dvalar- og öldrunarheimili á Hvammstanga þar sem hann er að jafna sig eftir slys. „Já, ég treysti mér ekki heim svona brotinn. Og það var ekkert að hafa neins staðar í bænum,“ segir Óli Svavar. Hann segir svo virðast sem verulegur skortur á úrræðum sé á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þannig á Hvammstanga, fjarri heimili sínu en Óli Svavar er búsettur í Kópavoginum. Réttur mánuður er frá því að Óli Svavar lenti í hörmulegu slysi. Hann var á ferð á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun. Þar var skafbylur og kóf og hann vildi hjálpa manni sem hafði fest bíl sinn. Þegar hann hugðist draga bílinn lausan en þá kom þar að þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem fastur var. Sá kastaðist áfram og klemmdi Ólaf Svavar á milli bílanna.Ógæfumaður á ferð á ónýtum bíl og ónýtum dekkjum „Ég var heppinn. Sá þetta ekki gerast. Snéri baki í þetta.Þarna var einhver ógæfumaður á ferð. Hann var á ferð á ónýtum bíl, á ónýtum dekkjum en honum hafði dottið í hug að skreppa austur. Svona er þetta bara,“ segir Óli Svavar og það vottar ekki fyrir beiskju í rödd hans. Hann dvelur hvorki við að bölva forlögunum né stöðu sinni núna. Óli Svavar segir svo frá að það hafi verið lán í óláni að fatapoki hans með útifötunum var á milli.Óli Svavar með félaga sínum í vinnunni. Hann er húsasmiður og var nýkominn úr fríi, sem betur fer, þegar hann lenti í slysinu.„Það var skafrenningur og ég fór inn í bílinn að leita mér að húfu. Ef ég hefði verið hægra megin hefðu báðir fæturnir farið. Þetta kemur meira hægra megin á bílinn. Þess vegna verður bara annar fóturinn á milli. Það er sköflungurinn sem brotnaði, rétt fyrir neðan hné. „Ég var líka heppinn með það að ég var nýkominn frá Tenerife, þokkalega slakur og úthvíldur vel. Ég er húsasmiður og hafði verið að vinna mikið og fór út í viku.“Kom ekki til greina að leggjast upp á fjölskylduna Óli Svavar segist vera á ágætum batavegi. Hann stundar æfingar á hverjum degi og segir sjúkraþjálfara á staðnum í toppklassa. Sem láta hann teygja og lyfta.Þetta er reyndar meira hugsað fyrir eldra fólk. „En hér er alveg frábært starfsfólk. Dásamlegt fólk sem er að vinna í heilbrigðiskerfinu okkar,“ segir Óli Svavar þakklátur. Hann segir vissulega verra að þurfa að fara svona langt í burtu. En, þegar menn eru ósjálfbjarga þá verði svo að vera. Óli Svavar er fráskilinn, börnin svo ung að ekki kom til álita að leggjast á fjölskylduna.Var í sveit í gamla daga og öllu vanur Hann er því með gamla fólkinu á Hvammstanga og undir hag sínum ágætlega. „Ég var mikið í sveit sem strákur, ekkert óvanur því og í smíðavinnunni þá kynnist maður því að vera fjarri heimilinu. Þannig að þetta er ekkert sjokk fyrir mig þó það gæti kannski verið það fyrir einhverja aðra.“Óli Svavar er á bólakafi í hestamennskunni og vonast til þess að komast á bak aftur þrátt fyrir að annar fóturinn sé illa farinn.Óli Svavar lýsir því að búið sé að skrúfa fótinn saman. Hann er að gróa. Ég fór í tvær aðgerðir. Fyrst voru boraðir tveir teinar fyrir og og neðan brotið; tveir í lærið og tveir í sköflunginn fyrir neðan og sett járnstykki á milli. Svo var farið í aðgerð rúmri viku síðar. Þá var ég skorinn upp og sett plata utan á legginn, skrúfuð utan á. Og bólgnar fóturinn upp við öll þessi inngrip, hann er svolítið þykkur,“ segir Óli Svavar sem fær verkjalyf, parkodin forte, fjórum sinnum á dag til að halda verkjunum í skefjum.Vonast til að komast aftur á hestbak Óli Svavar er í hjólastól, hann segist klaufi með hækjurnar. „Ég má stíga í fótinn 6. apríl. Þá tekur endurhæfing við. Þetta eru átta vikur eftir aðgerð. Má leggja fótinn niður, en má alls ekki stíga í hann. Hangir á einhverju en er að gróa. Hér er vel fylgst með því. Þetta er frábær staður. Og þroskaðir vistmenn. Hitti marga. Svo er fólk í dagvist líka.“ Okkar maður er á kafi í hestamennskunni og hann vonar að hann eigi eftir að komast á bak aftur. „Það væri óskandi. Ég á þannig hesta, hlakka til að komast á bak á þeim.“ Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Telur borgarstjóra hafa flýtt fjármögnun Félagsbústaða vegna prófkjörsbaráttu Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Óli Svavar Ólafsson smiður, 56 ára að aldri, dvelst nú á hjúkrunar-, dvalar- og öldrunarheimili á Hvammstanga þar sem hann er að jafna sig eftir slys. „Já, ég treysti mér ekki heim svona brotinn. Og það var ekkert að hafa neins staðar í bænum,“ segir Óli Svavar. Hann segir svo virðast sem verulegur skortur á úrræðum sé á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þannig á Hvammstanga, fjarri heimili sínu en Óli Svavar er búsettur í Kópavoginum. Réttur mánuður er frá því að Óli Svavar lenti í hörmulegu slysi. Hann var á ferð á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun. Þar var skafbylur og kóf og hann vildi hjálpa manni sem hafði fest bíl sinn. Þegar hann hugðist draga bílinn lausan en þá kom þar að þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem fastur var. Sá kastaðist áfram og klemmdi Ólaf Svavar á milli bílanna.Ógæfumaður á ferð á ónýtum bíl og ónýtum dekkjum „Ég var heppinn. Sá þetta ekki gerast. Snéri baki í þetta.Þarna var einhver ógæfumaður á ferð. Hann var á ferð á ónýtum bíl, á ónýtum dekkjum en honum hafði dottið í hug að skreppa austur. Svona er þetta bara,“ segir Óli Svavar og það vottar ekki fyrir beiskju í rödd hans. Hann dvelur hvorki við að bölva forlögunum né stöðu sinni núna. Óli Svavar segir svo frá að það hafi verið lán í óláni að fatapoki hans með útifötunum var á milli.Óli Svavar með félaga sínum í vinnunni. Hann er húsasmiður og var nýkominn úr fríi, sem betur fer, þegar hann lenti í slysinu.„Það var skafrenningur og ég fór inn í bílinn að leita mér að húfu. Ef ég hefði verið hægra megin hefðu báðir fæturnir farið. Þetta kemur meira hægra megin á bílinn. Þess vegna verður bara annar fóturinn á milli. Það er sköflungurinn sem brotnaði, rétt fyrir neðan hné. „Ég var líka heppinn með það að ég var nýkominn frá Tenerife, þokkalega slakur og úthvíldur vel. Ég er húsasmiður og hafði verið að vinna mikið og fór út í viku.“Kom ekki til greina að leggjast upp á fjölskylduna Óli Svavar segist vera á ágætum batavegi. Hann stundar æfingar á hverjum degi og segir sjúkraþjálfara á staðnum í toppklassa. Sem láta hann teygja og lyfta.Þetta er reyndar meira hugsað fyrir eldra fólk. „En hér er alveg frábært starfsfólk. Dásamlegt fólk sem er að vinna í heilbrigðiskerfinu okkar,“ segir Óli Svavar þakklátur. Hann segir vissulega verra að þurfa að fara svona langt í burtu. En, þegar menn eru ósjálfbjarga þá verði svo að vera. Óli Svavar er fráskilinn, börnin svo ung að ekki kom til álita að leggjast á fjölskylduna.Var í sveit í gamla daga og öllu vanur Hann er því með gamla fólkinu á Hvammstanga og undir hag sínum ágætlega. „Ég var mikið í sveit sem strákur, ekkert óvanur því og í smíðavinnunni þá kynnist maður því að vera fjarri heimilinu. Þannig að þetta er ekkert sjokk fyrir mig þó það gæti kannski verið það fyrir einhverja aðra.“Óli Svavar er á bólakafi í hestamennskunni og vonast til þess að komast á bak aftur þrátt fyrir að annar fóturinn sé illa farinn.Óli Svavar lýsir því að búið sé að skrúfa fótinn saman. Hann er að gróa. Ég fór í tvær aðgerðir. Fyrst voru boraðir tveir teinar fyrir og og neðan brotið; tveir í lærið og tveir í sköflunginn fyrir neðan og sett járnstykki á milli. Svo var farið í aðgerð rúmri viku síðar. Þá var ég skorinn upp og sett plata utan á legginn, skrúfuð utan á. Og bólgnar fóturinn upp við öll þessi inngrip, hann er svolítið þykkur,“ segir Óli Svavar sem fær verkjalyf, parkodin forte, fjórum sinnum á dag til að halda verkjunum í skefjum.Vonast til að komast aftur á hestbak Óli Svavar er í hjólastól, hann segist klaufi með hækjurnar. „Ég má stíga í fótinn 6. apríl. Þá tekur endurhæfing við. Þetta eru átta vikur eftir aðgerð. Má leggja fótinn niður, en má alls ekki stíga í hann. Hangir á einhverju en er að gróa. Hér er vel fylgst með því. Þetta er frábær staður. Og þroskaðir vistmenn. Hitti marga. Svo er fólk í dagvist líka.“ Okkar maður er á kafi í hestamennskunni og hann vonar að hann eigi eftir að komast á bak aftur. „Það væri óskandi. Ég á þannig hesta, hlakka til að komast á bak á þeim.“
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Telur borgarstjóra hafa flýtt fjármögnun Félagsbústaða vegna prófkjörsbaráttu Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira