Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland eiga enn möguleika á að hampa titlinum eftir 3-1 sigur á Silkeborg í kvöld.
Rúnar Alex var að vanda milli stanganna í kvöld og hann þurfti að sækja boltann í eigið net á 12. mínútu eftir að Davit Skhirtladze skoraði úr vítaspyrnu.
Áður hafði Nordsjælland þó komist yfir í leiknum og staðan því 1-1 og var hún þannig enn þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Thomas Norgaard lét reka sig af velli á 70. mínútu og heimamenn í Nordsjælland voru ekki lengi að nýta sér það, varamaðurinn Nicklas Jakobsen skoraði aðeins fimm mínútum seinna. Annar varamaður, Nikolai Baden, tryggði svo 3-1 sigur Nordsjælland.
Þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni er Nordsjælland í þriðja sæti með 46 stig, sjö stigum á eftir toppliði Midtjylland. Bæði Midtjylland og Bröndby, sem situr í öðru sæti, eiga þó eftir að klára sinn leik í 23. umferðinni, liðin mætast innbyrðis seinna í kvöld.
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Sonderjyske lágu á heimavelli fyrir Álaborg. Jores Okore skoraði eina mark leiksins á 4. mínútu.
Sonderjyske er í 10. sætinu með 25 stig, átta stigum frá botnliðunum.
Nordsjælland á enn möguleika á titlinum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

„Það erfiðasta er ennþá eftir“
Körfubolti
