Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Ritstjórn skrifar 1. mars 2018 20:00 Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og sérstaklega þegar maður getur fært brot af tískuvikunni í París hingað heim. Það gerði H&M í samstarfi við Glamour í gær þegar boðið var í tískupartý í tilefni þess að Studio lína sænska fataframleiðandans var frumsýnd á tískuvikunni í París. Þetta er í fimmta sinn sem H&M gerir Studio línu sem hún frumsýnir á tískuvikunni í París en í ár var henni streymt í beinni á Instagram og vel valdar borgir fengu svo leyfi til að þjófstarta sölu línunnar, sem kom í almenna sölu í verslunum í dag. Eins og hér en gestir Glamour og H&M fengu í gærkvöldi að vera fyrstir allra til að berja línuna augum, máta og kaupa og fylgjast svo með sýningunni í beinni á Instagram. Alltaf gaman að geta verslað flíkur beint af tískupallinum. Línan sjálf er mínímalísk og innblásinn frá Japan en í París var búið að breyta listasafni í japanskt tehús. Fallegar flíkur, góðir gestir, fljótandi veigar frá Bakkus og Vífilfell og plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði taktfasta tóna. Síðast en ekki síst var hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir á staðnum og teiknaði gesti og gangandi í flíkunum - sem vægast sagt sló í gegn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Antonía Lár ljósmyndari myndaði stemminguna. Myndir: Antonía Lár Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour
Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og sérstaklega þegar maður getur fært brot af tískuvikunni í París hingað heim. Það gerði H&M í samstarfi við Glamour í gær þegar boðið var í tískupartý í tilefni þess að Studio lína sænska fataframleiðandans var frumsýnd á tískuvikunni í París. Þetta er í fimmta sinn sem H&M gerir Studio línu sem hún frumsýnir á tískuvikunni í París en í ár var henni streymt í beinni á Instagram og vel valdar borgir fengu svo leyfi til að þjófstarta sölu línunnar, sem kom í almenna sölu í verslunum í dag. Eins og hér en gestir Glamour og H&M fengu í gærkvöldi að vera fyrstir allra til að berja línuna augum, máta og kaupa og fylgjast svo með sýningunni í beinni á Instagram. Alltaf gaman að geta verslað flíkur beint af tískupallinum. Línan sjálf er mínímalísk og innblásinn frá Japan en í París var búið að breyta listasafni í japanskt tehús. Fallegar flíkur, góðir gestir, fljótandi veigar frá Bakkus og Vífilfell og plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði taktfasta tóna. Síðast en ekki síst var hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir á staðnum og teiknaði gesti og gangandi í flíkunum - sem vægast sagt sló í gegn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Antonía Lár ljósmyndari myndaði stemminguna. Myndir: Antonía Lár
Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Eftirminnilegir kjólar árið 2017 Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour