Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2018 15:15 Ólafur Jóhannesson var þjálfari Hauka áður en hann tók við Valsmönnum. Vísir/Vilhelm Ólafur Jóhannesson rifjaði upp fræg úrslit í leik í 1. deild karla árið 2013, þegar Víkingur Reykjavík vann Völsung, 16-0, í næstsíðustu umferð tímabilsins. Svona tölur sjást ekki oft í íslenskum fótbolta, hvað þá í næstefstu deild á Íslandi. Ólafur er í viðtali í Návígi, þætti Gunnlaugs Jónssonar á Fótbolta.net, þar sem hann segir greinilegt að eitthvað óeðlilegt hafi verið við úrslit leiksins. „Það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt,“ sagði Ólafur sem var þá þjálfari Hauka. Fjölnir vann deildina þetta tímabilið á 43 stigum. Víkingur, Haukar og Grindavík komu næst með 42 stig en Víkingar komust upp með Fjölnismönnu á markatölu. „Enda hefur Ólafur Þórðarson [þáverandi þjálfari Víkings] sagt að hann skildi ekki hvað var í gangi í þeim leik. Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í það. Kannski vegna þess að það hentar ekki,“ sagði Ólafur. „Ég vil meina að það hafi verið buið að semja um þennan leik. Að einhverjir hafi verið búnir að semja um leikinn. Ég þori að standa við það,“ sagði Ólafur og bendir á framferði þeirra leikmanna sem fengu rauð spjöld í leiknum, þeirra Guðmundar Óla Steingrímssonar og Hrannars Björns Steingrímssonar. „Tveir leikmenn Völsungs eru reknir af velli í seinni hálfleik. Annar þeirra fékk gult, sneri sér við og sagði dómaranum að halda kjafti eða eitthvað slíkt. Hvað hélt hann að myndi gerast þá? Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Ólafur.Hér má sjá leikskýrsluna úr leiknum á vef KSÍ. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Ólafur Jóhannesson rifjaði upp fræg úrslit í leik í 1. deild karla árið 2013, þegar Víkingur Reykjavík vann Völsung, 16-0, í næstsíðustu umferð tímabilsins. Svona tölur sjást ekki oft í íslenskum fótbolta, hvað þá í næstefstu deild á Íslandi. Ólafur er í viðtali í Návígi, þætti Gunnlaugs Jónssonar á Fótbolta.net, þar sem hann segir greinilegt að eitthvað óeðlilegt hafi verið við úrslit leiksins. „Það er ljóst að það hefur eitthvað annað verið að baki. Ég veit það ekki en ég veit það samt,“ sagði Ólafur sem var þá þjálfari Hauka. Fjölnir vann deildina þetta tímabilið á 43 stigum. Víkingur, Haukar og Grindavík komu næst með 42 stig en Víkingar komust upp með Fjölnismönnu á markatölu. „Enda hefur Ólafur Þórðarson [þáverandi þjálfari Víkings] sagt að hann skildi ekki hvað var í gangi í þeim leik. Það hefur enginn blaðamaður þorað að fara í það. Kannski vegna þess að það hentar ekki,“ sagði Ólafur. „Ég vil meina að það hafi verið buið að semja um þennan leik. Að einhverjir hafi verið búnir að semja um leikinn. Ég þori að standa við það,“ sagði Ólafur og bendir á framferði þeirra leikmanna sem fengu rauð spjöld í leiknum, þeirra Guðmundar Óla Steingrímssonar og Hrannars Björns Steingrímssonar. „Tveir leikmenn Völsungs eru reknir af velli í seinni hálfleik. Annar þeirra fékk gult, sneri sér við og sagði dómaranum að halda kjafti eða eitthvað slíkt. Hvað hélt hann að myndi gerast þá? Þetta var ekkert eðlilegt,“ sagði Ólafur.Hér má sjá leikskýrsluna úr leiknum á vef KSÍ.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti