Léku Valse Triste eftir Sibelius fyrir fallinn félaga Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2018 12:33 Hélène Grimaud lék fyrir gesti í Hörpu en hljómsveitin saknaði eins kontrabassaleikara sinna. Gestir á tónleikum Gautaborgarsinfóníunnar í Hörpu í gærkvöldi fengu óvænt að heyra Valse Triste eftir Jean Sibelius, sem aukalag. Sem þó var ekki á efnisskránni. Þetta kom ekki til af góðu. Hljómsveitin lék þennan dramatíska vals og tileinkuðu föllnum félaga, án þess þó að taka það sérstaklega fram en bassaleikari hljómsveitarinnar fékk hjartaáfall á föstudaginn og varð bráðkvaddur. Gautaborgarsinfónían er voldug, bassadeildin að þessu sinni taldi sex menn en sá látni var stemmleder eða annar þeirra sem leiðir bassaleikarahópinn. Hljómsveitin syrgir sinn félaga en lét þetta þó ekki slá sig út af laginu og fóru tónleikarnir fram við góðar undirtektir.Efnisskrá tónleikanna var að öðru leyti svíta úr Rósarriddaranum eftir Richard Strauss, Píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven og Sinfónía nr. 1 eftir Jean Sibelius. Einleikari var hin franska Hélène Grimaud sem hefur um áratuga skeið verið í hópi fremstu píanista heims og hljómsveitarstjóri Santtu-Matias Rouvali. Rouvali, Finninn ungi, er einn eftirsóttasti stjórnandi heims um þessar mundir. Hann hefur tvívegis stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, með frábærum árangri segir á vef Hörpu, en hann tók við stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar í Gautaborg haustið 2017. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tónleika í Gautaborg í apríl síðastliðnum við dágóðar undirtektir. Nú er komið að Gautaborgarsinfóníunni að endurgjalda greiðann og leika fyrir Íslendinga. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira
Gestir á tónleikum Gautaborgarsinfóníunnar í Hörpu í gærkvöldi fengu óvænt að heyra Valse Triste eftir Jean Sibelius, sem aukalag. Sem þó var ekki á efnisskránni. Þetta kom ekki til af góðu. Hljómsveitin lék þennan dramatíska vals og tileinkuðu föllnum félaga, án þess þó að taka það sérstaklega fram en bassaleikari hljómsveitarinnar fékk hjartaáfall á föstudaginn og varð bráðkvaddur. Gautaborgarsinfónían er voldug, bassadeildin að þessu sinni taldi sex menn en sá látni var stemmleder eða annar þeirra sem leiðir bassaleikarahópinn. Hljómsveitin syrgir sinn félaga en lét þetta þó ekki slá sig út af laginu og fóru tónleikarnir fram við góðar undirtektir.Efnisskrá tónleikanna var að öðru leyti svíta úr Rósarriddaranum eftir Richard Strauss, Píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven og Sinfónía nr. 1 eftir Jean Sibelius. Einleikari var hin franska Hélène Grimaud sem hefur um áratuga skeið verið í hópi fremstu píanista heims og hljómsveitarstjóri Santtu-Matias Rouvali. Rouvali, Finninn ungi, er einn eftirsóttasti stjórnandi heims um þessar mundir. Hann hefur tvívegis stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, með frábærum árangri segir á vef Hörpu, en hann tók við stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar í Gautaborg haustið 2017. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tónleika í Gautaborg í apríl síðastliðnum við dágóðar undirtektir. Nú er komið að Gautaborgarsinfóníunni að endurgjalda greiðann og leika fyrir Íslendinga.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjá meira