Fótbolti

Bauð upp á „Gumma Ben tíðni“ í klefanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason. Vísir/Getty
Kjartan Henry Finnbogason er nú farinn til Bandaríkjanna þar sem hann hittir fyrir félaga sína í íslenska landsliðinu í San Francisco í Kaliforníu.

Fyrst hjálpaði hann Horsens að vinna sér sæti meðal þeirra sex félaga sem keppa um danska meistaratitilinn í ár.

Horsens tryggði sér sjötta og síðasta sæti í úrslitakeppninni með 1-1 jafntefli á útivelli á móti Lyngby.

Það var einmitt íslenski landsliðsframherjinn sem tryggði Horsens með skallamarki sex mínútum fyrir leikslok.





Kjartan Henry er komið með 6 mörk í 24 leikjum í dönsku deildinni en þetta var þó aðeins annað deildarmarkið hans frá og með október.

Liðsmenn Horsens fögnuðu vel í klefanum eftir leikinn og þar fór liðstjórinn alveg á kostum eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.





Tíðnin á inntalningunni hans „en, to, tre“ mynnti helst á Gumma Ben í ham í uppbótartíma á leik Íslands og Austurríkis í París í júní 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×