Forseti Márítíus, Ameenah Gurib-Fakim, segir af sér í skugga ásakana um að hafa notað greiðslukort góðgerðasamtaka í eigin þágu. Hún hefur gegnt embætti forseta Márítíus frá árinu 2015. Þetta kemur fram á vef CNN.
Gurip-Fakim, sem jafnframt var eini kvenkyns forseti í Afríku, sagði af sér til þess að viðhalda stöðugleika í landinu. Lögmaður hennar Yousouf Mohammad talaði fyrir hennar hönd og sagði að forsetinn hætti störfum 23 mars.
Upp komst um Gurib-Fakim þegar blaðamaður skrifaði frétt og komst á snoðir um það að hún hefði notað greiðslukort góðgerðasamtakanna „Planet Earth Institute (PEI)“ árið 2016.
Gurip-Fakim fékk greiðslukortið frá góðgerðasamtökunum til þess að borga fyrir flugmiða en í staðinn misnotaði hún stöðu sína og eyddi tveimur og hálfri milljón fyrir sig sjálfa.
Hún hefur nú bætt góðgerðasamtökunum upp skaðann sem hún olli.

