Bröndby og Midtjylland berjast áfram um deildarmeistaratitilinn í dönsku úrvalsdeildinni en Nordsjælland er að hellast úr lestinni eftir tap gegn Helsingør.
Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn fyrir Bröndby sem vann gífurlega mikilvægur 2-1 sigur á Hobro á heimavelli. Hany Mukhtar kom Bröndby yfir á 74. mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Edgar Babayan. Skömmu fyrir leikslok skoraði Jan Kliment sigurmark Bröndby.
Bröndby er með 60 stig á toppi deildarinnar, jafn mörg stig og FC Midtjylland sem er í öðru sætinu vegna lakari markahlutfalls, Hobro er í sjöunda sæti deildarinnar.
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar töpuðu gegn botnliði Helsingør á útivelli. Markið skoraði Nicolas Mortensen tólf míútum fyrir leikslok. Nordsjælland er í þriðja sætinu, átta stigum frá Bröndby en Helsingør er á botninum með 20 stig.
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði á miðjunni þegar SönderjyskE tapaði í uppbótartíma gegn toppbaráttuliði FC Midtylland. SönderjyskE er í áttunda sætinu.
Kjartan Henry Finnbogason skoraði jöfnunarmark Horsens sex mínútum fyrir leikslok gegn Lyngby. Kjartan spilaði allan leikinn fyrir Horsens sem er í sjötta sæti deildarinnar.
Hannes Þór Halldórsson var ekki í leikmannahóp Randers sem vann 4-1 sigur á OB. Randers er í þrettánda sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg og botnlið Helsingør.
Nú er formlegri deildarkeppni lokið og skiptast liðin upp í tvo riðla; annars vegar lið eitt til sex sem berjast um meistaratitilinn og svo sjö til fjórtán sem reyna að forðast fall.
Kjartan jafnaði fyrir Horsens │ Mikilvægur sigur hjá Hirti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn


Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn

Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn


„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn



Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn