Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29