Fótbolti

Leikmaður í norsku 1. deildinni látinn

Einar Sigurvinsson skrifar
Adrian Lillebekk Ovlien.
Adrian Lillebekk Ovlien.
Adrian Lillebekk Ovlien, tvítugur knattspyrnumaður sem spilaði með Kongsvinger í norsku 1. deildinni lést í gær. Hann lést úr blóðsýkingu á spítalanum í Ullevål.

Þrátt fyrir ungan aldur hafði Ovlien leikið yfir 100 leiki fyrir Kongsvinger, auk þess að hafa leikið 51 landsleik með yngri landsliðum Noregs.

Adrian Lillebekk Ovlien þótti á tímabili einn efnilegasti leikmaður Noregs. Hann var lykilmaður í liði Kongsvinger og lék allan leikinn í úrslitum norska bikarsins árið 2016, þegar Kongsvinger mætti Rosenborg.

Kongsvinger hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir votta fjölskyldu og nánustu aðstandendum samúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×