„Það er bara verið að ræna hönnuði“ Guðný Hrönn skrifar 17. mars 2018 09:45 Eyjólfur Pálsson. Vísir/Valgarður Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Við sögðum frá því í gær að margt fólk er ólmt í að skreyta heimili sín með eftirlíkingum af vinsælum hönnunarvörum. Yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfesti það og sagði í samtali við Fréttablaðið að eftirlíkingar af hönnunarvörum streymdu til landsins og að tollurinn og rétthafar hönnunar væru í stöðugu samtali vegna þessa. Eyjólfur Pálsson, stofnandi hönnunarverslunarinnar EPAL, er steinhissa á þessari þróun og vill vekja fólk til umhugsunar um alvöru þess að stela hönnun. „Ég held að margt fólk geri sér ekki grein fyrir að þetta er hreinlega stuldur frá hönnuðum. Það er bara verið að ræna hönnuði með þessu,“ segir Eyjólfur sem vill hvetja fólk til að bera virðingu fyrir hönnuðum sem hafa haft fyrir því að mennta sig á sviði hönnunar og koma vöru á markað. Eyjólfur bendir á að til að setja hlutina í samhengi sé hægt að líkja hönnunarstuldi við annan stuld. „Ef einhver myndi stela tónlist eða bókmenntum þá yrði líklegast allt brjálað.“Eftirlíkingu skilað í EPAL Það er Eyjólfi hjartans mál að tala fyrir mikilvægi hönnunar, sérstaklega í ljósi þess að fólk er farið að kaupa eftirlíkingar af vinsælli hönnun í auknum mæli. Eyjólfur segir slíka eftirlíkingu hafa ratað inn á borð til sín í vikunni. Í vikunni kom aðili hingað í EPAL með eftirlíkingu og vildi fá að skipta vegna þess að varan væri gölluð. Hann sagðist hafa fengið þennan hlut að gjöf og fullyrti að hann hefði verið keyptur í EPAL. En starfsmenn sáu strax að þetta var eftirlíking,“ útskýrir Eyjólfur. EPAL tók við eftirlíkingunni og lét viðkomandi hafa ekta útgáfu. „Við létum þennan aðila hafa nýjan hlut og nú eigum við þessa eftirlíkingu hérna, til samanburðar. Maður sér að öll vinna og áferð er allt önnur heldur en á upprunalegri hönnun,“ útskýrir Eyjólfur sem undrar sig á því að fólk hafi yfirhöfuð áhuga á að hafa eftirlíkingar heima hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. 16. mars 2018 10:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur