Jarðarberjastríð milli matvöruverslana Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. mars 2018 09:44 Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Vísir/Stefán Eftir að Costco hóf að selja jarðarber á lægra kílóverði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa innlendir samkeppnisaðilar og framleiðendur neyðst til að bregðast við. Jarðarberjaverðstríð ríkir nú þar sem matvöruverslanir keppast margar við að bjóða sem hagstæðast verð á berjunum, sem Íslendingar virðast svo sólgnir í. Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. Athugunin leiddi í ljós að 118 prósenta verðmunur er á ódýrasta og dýrasta kílóinu af innfluttum jarðarberjum. Aðeins ein verslun bauð upp á íslensk ber, sem skýrist af því að jarðarberjavertíðin er ekki hafin. Íslensku berin reyndust ríflega þrefalt dýrari en þau ódýrustu innfluttu. Fréttablaðið sagði frá því í febrúar að innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum átjánfaldaðist í fyrra vegna opnunar Costco. Jarðarberin hafa verið ein söluhæsta vara Costco frá opnun en innflutningur fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Aðrar verslanir og íslenskir framleiðendur tóku á sig högg vegna þessa. Nú virðast samkeppnisaðilar vera búnir að ná vopnum sínum og að því er virðist hagstæðari innkaupum erlendis.Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi ýmislegt í ljós.Vísir/StefánÍ verðathugun Fréttablaðsins í haust kostaði kílóið af jarðarberjum 1.266 kr. í Costco en stendur nú í 1.542 krónum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu bjóða nú Bónus, Krónan og Nettó öll lægra kílóverð á sínum innfluttu jarðarberjum. Aðeins Hagkaup eru með hærra verð en Costco í könnuninni. Krónan selur sömu bandarísku Driscoll’s-jarðarber og Costco, í minni einingum þó, á 3 krónum lægra kílóverði en Costco. Bónus hefur undanfarið boðið kíló af spænskum jarðarberjum á 1.098 krónur. Eftir leit í þremur verslunum á föstudag fengust þær upplýsingar hjá verslunarstjóra einnar þeirra að berin væru uppseld í öllum verslunum. Blaðamaður hafði skráð hjá sér verðið á fimmtudag í Kauptúni, en ódýrustu berin virðast búin í bili. Nettó átti næstlægsta kílóverðið, 1.442 krónur kílóið, og var eina verslunin sem bauð upp á íslensk jarðarber. Kílóverðið á íslensku berjunum er fjarri því að vera samkeppnishæft, 3.445 krónur. Dýrustu innfluttu berin voru í Hagkaupum, á 2.396 krónur kílóið. Íslenskir jarðarberjabændur fóru ekki varhluta af komu Costco í fyrra eins og fjallað hefur verið um. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir þó enn eftirspurn eftir framleiðslunni. Salan hafi vissulega dregist saman fyrst en því hafi verið mætt með verðlækkunum. Þegar upp var staðið hafi lítið farið til spillis. „Við seldum á afslætti svo auðvitað urðu tekjur minni og þá var uppskeran í haust vonbrigði. En við seldum nær öll berin. Íslenska jarðarberjavertíðin fer af stað í næsta mánuði og lítur bara mjög vel út og framtíðin er björt hjá íslenskum jarðarberjabændum. Það er enn mikil eftirspurn hjá kaupmönnum og neytendum.“ Athugun Fréttablaðsins var gerð fimmtudaginn 15. mars í Bónus og Costco í Kauptúni og föstudaginn 16. mars í verslunum Nettó og Krónunnar á Granda og Hagkaupi í Kringlunni. Skráð var niður ódýrasta uppgefna kílóverð á jarðarberjum. Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Eftir að Costco hóf að selja jarðarber á lægra kílóverði en áður hafði þekkst hér á landi í fyrra hafa innlendir samkeppnisaðilar og framleiðendur neyðst til að bregðast við. Jarðarberjaverðstríð ríkir nú þar sem matvöruverslanir keppast margar við að bjóða sem hagstæðast verð á berjunum, sem Íslendingar virðast svo sólgnir í. Costco skók markaðinn í fyrra en kílóverð jarðarberja hefur hækkað þar um 21,8 prósent síðan í haust. Nú er svo komið að kílóverð jarðarberja hjá Costco reyndist það næsthæsta hjá þeim fimm verslunum sem Fréttablaðið gerði verðathugun hjá. Athugunin leiddi í ljós að 118 prósenta verðmunur er á ódýrasta og dýrasta kílóinu af innfluttum jarðarberjum. Aðeins ein verslun bauð upp á íslensk ber, sem skýrist af því að jarðarberjavertíðin er ekki hafin. Íslensku berin reyndust ríflega þrefalt dýrari en þau ódýrustu innfluttu. Fréttablaðið sagði frá því í febrúar að innflutningur á ferskum jarðarberjum frá Bandaríkjunum átjánfaldaðist í fyrra vegna opnunar Costco. Jarðarberin hafa verið ein söluhæsta vara Costco frá opnun en innflutningur fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Aðrar verslanir og íslenskir framleiðendur tóku á sig högg vegna þessa. Nú virðast samkeppnisaðilar vera búnir að ná vopnum sínum og að því er virðist hagstæðari innkaupum erlendis.Verðkönnun Fréttablaðsins leiddi ýmislegt í ljós.Vísir/StefánÍ verðathugun Fréttablaðsins í haust kostaði kílóið af jarðarberjum 1.266 kr. í Costco en stendur nú í 1.542 krónum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu bjóða nú Bónus, Krónan og Nettó öll lægra kílóverð á sínum innfluttu jarðarberjum. Aðeins Hagkaup eru með hærra verð en Costco í könnuninni. Krónan selur sömu bandarísku Driscoll’s-jarðarber og Costco, í minni einingum þó, á 3 krónum lægra kílóverði en Costco. Bónus hefur undanfarið boðið kíló af spænskum jarðarberjum á 1.098 krónur. Eftir leit í þremur verslunum á föstudag fengust þær upplýsingar hjá verslunarstjóra einnar þeirra að berin væru uppseld í öllum verslunum. Blaðamaður hafði skráð hjá sér verðið á fimmtudag í Kauptúni, en ódýrustu berin virðast búin í bili. Nettó átti næstlægsta kílóverðið, 1.442 krónur kílóið, og var eina verslunin sem bauð upp á íslensk jarðarber. Kílóverðið á íslensku berjunum er fjarri því að vera samkeppnishæft, 3.445 krónur. Dýrustu innfluttu berin voru í Hagkaupum, á 2.396 krónur kílóið. Íslenskir jarðarberjabændur fóru ekki varhluta af komu Costco í fyrra eins og fjallað hefur verið um. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir þó enn eftirspurn eftir framleiðslunni. Salan hafi vissulega dregist saman fyrst en því hafi verið mætt með verðlækkunum. Þegar upp var staðið hafi lítið farið til spillis. „Við seldum á afslætti svo auðvitað urðu tekjur minni og þá var uppskeran í haust vonbrigði. En við seldum nær öll berin. Íslenska jarðarberjavertíðin fer af stað í næsta mánuði og lítur bara mjög vel út og framtíðin er björt hjá íslenskum jarðarberjabændum. Það er enn mikil eftirspurn hjá kaupmönnum og neytendum.“ Athugun Fréttablaðsins var gerð fimmtudaginn 15. mars í Bónus og Costco í Kauptúni og föstudaginn 16. mars í verslunum Nettó og Krónunnar á Granda og Hagkaupi í Kringlunni. Skráð var niður ódýrasta uppgefna kílóverð á jarðarberjum.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Tengdar fréttir Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20 Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Íslensk jarðarber seljast ekki Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber. 11. ágúst 2017 20:20
Íslenskum jarðarberjum hent í tonnavís eftir komu Costco Eiríkur Ágústsson bóndi þurfti eftir opnun Costco að henda nokkrum tonnum af jarðarberjum. Stærstu jarðarberjabændurnir vona að Íslendingar velji íslenskt. 7. desember 2017 07:00