Ógnin úr austri Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2018 11:00 Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Þau tíðindi urðu í vikunni að leiðtogar þriggja evrópskra stórþjóða: Bretlands, Frakklands og Þýskalands, auk Bandaríkjanna sendu frá sér yfirlýsingu þar sem leiðtogarnir fordæmdu eiturárásina í Salisbury á Englandi. Greinilegt er að leiðtogarnir telja hafið yfir allan vafa að Rússar hafi staðið á bak við árásina. Slík samstaða meðal leiðtoga hlýtur að teljast fréttnæm á tímum sundrungar í Evrópu vegna Brexit, og einangrunarstefnu Trumps Bandaríkjaforseta. Fyrir þá sem muna tímana tvenna er þetta heldur alls ekki óþekkt stef. Rússland gegn hinum vestrænu bandamönnum. Nýtt kalt stríð. Þótt viðbrögðin hafi verið óvenjulega samhent í þetta skiptið er þetta alls ekki í fyrsta skipti á liðnum árum sem grunur vaknar um afskipti Rússa á alþjóðlegum vettvangi. Breskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að skoða eigi fleiri en tíu andlát þar í landi í þessu ljósi. Í öll skiptin var um að ræða annaðhvort landflótta Rússa eða menn sem stundað höfðu viðskipti í Rússlandi. Frægasta dæmið er mál Alexanders Litvínenko sem eitrað var fyrir í miðborg London fyrir rúmum áratug. Dauði auðkýfingsins Borís Beresovskí vakti einnig grunsemdir. Pútín Rússlandsforseti verður endurkjörinn í kosningum sem fara nú fram. Það vita allir. Brölt hans á alþjóðavettvangi hefur þann eina tilgang að styrkja stöðu hans heima fyrir. Mál eins og tilræðið við Skrípal-feðginin í Salisbury eykur einungis á styrk hans. Svikarar við Rússland kemba ekki hærurnar. Í því samhengi eru viðbrögð hinna vestrænu leiðtoga heldur máttlítil. Nokkrum njósnurum er sparkað úr landi og breska konungsfjölskyldan fær ekki að fara úr landi. Nú stendur þó til að innleiða löggjöf sem gerir breskum yfirvöldum kleift að gera illa fengnar eignir upptækar. Stærstu eignirnar sem þar eru undir eru fasteignir rússnesku ólígarkanna í London, og kannski helst enska knattspyrnuliðið Chelsea, sem er í eigu Romans Abramovich. Þessi löggjöf þarf þó vitaskuld að fara sína leið í breska þinginu. Í þessu kristallast munurinn á Rússum og Vesturveldunum. Pútín þarf ekki að hafa áhyggjur af þingi eða þjóð. Hann gerir það sem honum hentar – þegar honum hentar. Okkar lýðræðislega kerfi er í senn viðkvæmt og verðmætt. Það getur hins vegar stundum reynst þunglamalegt þegar mæta þarf einræðisherrum stál í stál. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru heldur ekki fullkomnir frekar en kjósendurnir sem veita þeim brautargengi. Í samanburði getum við þó prísað okkar sæla, eða eins og Churchill sagði: „Lýðræðið er versta stjórnarformið, fyrir utan öll hin.“
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun