Lyftan snerist afturábak og á mikilli ferð svo fólk kasaðist til neðst í lyftunni.
Átta eru sagðir hafa slasast þegar stólalyfta á skíðasvæðinu í Gudauri í Georgíu bilaði í dag. Lyftan snerist allt í einu öfugt og fór á fulla ferð. Þeir sem náðu ekki að stökkva úr lyftunni köstuðust langar leiðir. Tveir munu hafa slasast alvarlega samkvæmt Georgia Today.
Einn hlaut opið beinbrot og sænsk kona sem er ólétt fann fyrir verkum í kviði.
Innanríkisráðuneyti landsins hefur tekið málið til athugunar en lyftan mun hafa verið skoðuð þann 22. desember í síðastliðinn.