Beina spjótum sínum að Pútín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Pútín er ósáttur við málflutning Breta. Vísir/AFP Rússland Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Þjóðverjar sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu í gær að ekki væri hægt að útskýra morðtilræðið við Sergei Skrípal og Júlíu, dóttur hans, á annan hátt en að yfirvöld í Rússlandi hafi staðið þar að baki. Bandaríkjamenn innleiddu sömuleiðis þvinganir gagnvart nítján Rússum vegna afskipta af forsetakosningum ársins 2016 og meintum netárásum. Athygli Vesturlanda hefur ítrekað beinst að Rússlandi undanfarin misseri og hefur hin meinta árás á Skrípal-feðgin ekki skapað Rússum neina velvild. Þeir neita þó staðfastlega að hafa komið að árásinni. Skrípal-feðgin fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Bretlandi fyrr í mánuðinum. Rannsókn hefur leitt í ljós að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri, svokölluðu novichok-eitri, sem framleitt var og þróað í Sovétríkjunum á síðustu öld. Skrípal er Rússi en var gagnnjósnari fyrir Breta. Fyrir þær njósnir hlaut hann fangelsisdóm í Rússlandi árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti 2010. „Við teljum Rússa ábyrga fyrir þessari svívirðilegu og fyrirlitlegu árás,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þegar hún heimsótti árásarvettvang í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði um sorglegt mál að ræða sem ríkisstjórn hans tæki alvarlega. Ríkin fjögur segjast harma atburðinn í hinni sameiginlegu yfirlýsingu. „Þetta er árás á Bretland. Notkun hvaða ríkis sem er á vopni sem þessu er skýrt brot á alþjóðalögum og samningnum um bann við efnavopnum,“ sagði í yfirlýsingunni. Ríkin hvöttu Rússa til þess að svara öllum spurningum um árásina og að útskýra hvernig og hvers vegna eitrinu var beitt. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sögðust Rússar aldrei hafa framleitt eða rannsakað novichok. Vissalí Nebenzía, fulltrúi Rússa, hafnaði alfarið ásökunum Breta og gaf í skyn að Bretar hefðu jafnvel sjálfir ráðist á Skripal til að koma óorði á Rússa nú þegar líður að heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem þar fer fram í sumar.Sagðir hafa verulegar áhyggjur Þeir 23 rússnesku erindrekar sem Bretar hafa gert að yfirgefa Bretland, og telja í raun rússneska njósnara, hafa nú örfáa daga til að koma sér heim. May greindi frá ákvörðuninni um brottvísunina á miðvikudag og sögðu Rússar í kjölfarið að þeir myndu án nokkurs vafa taka sams konar ákvörðun. Rússneski ríkisstjórnarmiðillinn RT, sem miðlar á borð við New York Times og Reuters hafa kallað hluta áróðursmaskínu Pútíns Rússlandsforseta, sögðu í gær frá því að Pútín hefði verulegar áhyggjur af „ögrandi“ afstöðu Breta. Miðillinn vitnaði þar að auki í Maríu Zakharovu, talsmann utanríkisráðuneytisins, sem sagði Breta greinilega hafa eitthvað að fela vegna þess að þeir hafi ekki sent Rússum sýni af taugaeitrinu. Á meðal þeirra 19 Rússa sem Bandaríkjamenn tilkynntu um þvinganir gegn í gær eru þrettán sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum, ákærði í febrúar. Einnig hefur hin svokallaða Netrannsóknarstofnun, oft kölluð nettröllaverksmiðja Rússlands, verið sett á svartan lista vegna afskipta af kosningunum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Rússland Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Þjóðverjar sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu í gær að ekki væri hægt að útskýra morðtilræðið við Sergei Skrípal og Júlíu, dóttur hans, á annan hátt en að yfirvöld í Rússlandi hafi staðið þar að baki. Bandaríkjamenn innleiddu sömuleiðis þvinganir gagnvart nítján Rússum vegna afskipta af forsetakosningum ársins 2016 og meintum netárásum. Athygli Vesturlanda hefur ítrekað beinst að Rússlandi undanfarin misseri og hefur hin meinta árás á Skrípal-feðgin ekki skapað Rússum neina velvild. Þeir neita þó staðfastlega að hafa komið að árásinni. Skrípal-feðgin fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Bretlandi fyrr í mánuðinum. Rannsókn hefur leitt í ljós að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri, svokölluðu novichok-eitri, sem framleitt var og þróað í Sovétríkjunum á síðustu öld. Skrípal er Rússi en var gagnnjósnari fyrir Breta. Fyrir þær njósnir hlaut hann fangelsisdóm í Rússlandi árið 2006 en fékk hæli í Bretlandi eftir njósnaraskipti 2010. „Við teljum Rússa ábyrga fyrir þessari svívirðilegu og fyrirlitlegu árás,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þegar hún heimsótti árásarvettvang í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði um sorglegt mál að ræða sem ríkisstjórn hans tæki alvarlega. Ríkin fjögur segjast harma atburðinn í hinni sameiginlegu yfirlýsingu. „Þetta er árás á Bretland. Notkun hvaða ríkis sem er á vopni sem þessu er skýrt brot á alþjóðalögum og samningnum um bann við efnavopnum,“ sagði í yfirlýsingunni. Ríkin hvöttu Rússa til þess að svara öllum spurningum um árásina og að útskýra hvernig og hvers vegna eitrinu var beitt. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sögðust Rússar aldrei hafa framleitt eða rannsakað novichok. Vissalí Nebenzía, fulltrúi Rússa, hafnaði alfarið ásökunum Breta og gaf í skyn að Bretar hefðu jafnvel sjálfir ráðist á Skripal til að koma óorði á Rússa nú þegar líður að heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem þar fer fram í sumar.Sagðir hafa verulegar áhyggjur Þeir 23 rússnesku erindrekar sem Bretar hafa gert að yfirgefa Bretland, og telja í raun rússneska njósnara, hafa nú örfáa daga til að koma sér heim. May greindi frá ákvörðuninni um brottvísunina á miðvikudag og sögðu Rússar í kjölfarið að þeir myndu án nokkurs vafa taka sams konar ákvörðun. Rússneski ríkisstjórnarmiðillinn RT, sem miðlar á borð við New York Times og Reuters hafa kallað hluta áróðursmaskínu Pútíns Rússlandsforseta, sögðu í gær frá því að Pútín hefði verulegar áhyggjur af „ögrandi“ afstöðu Breta. Miðillinn vitnaði þar að auki í Maríu Zakharovu, talsmann utanríkisráðuneytisins, sem sagði Breta greinilega hafa eitthvað að fela vegna þess að þeir hafi ekki sent Rússum sýni af taugaeitrinu. Á meðal þeirra 19 Rússa sem Bandaríkjamenn tilkynntu um þvinganir gegn í gær eru þrettán sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum, ákærði í febrúar. Einnig hefur hin svokallaða Netrannsóknarstofnun, oft kölluð nettröllaverksmiðja Rússlands, verið sett á svartan lista vegna afskipta af kosningunum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. 15. mars 2018 19:45