Valitor ekki greitt út í arð fyrir útboð Arion Hörður Ægisson skrifar 15. mars 2018 06:00 Stjórn Arion hefur lagt áform um að ráðstafa hlutabréfum í kortafyrirtækinu í arðgreiðslu til hliðar í bili VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af því að Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að hlutabréf greiðslukortafyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórn Arion banka sett þau áform til hliðar, að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni með arðgreiðslu. Við þá ráðstöfun myndu sjóðirnir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósent í Arion banka, jafnframt eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor af Kaupþingi. Er kauprétturinn á talsvert hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion banka. Slíkar arðgreiðsluhugmyndir hafa mætt nokkurri mótstöðu. Þannig hafði Bankasýslan, sem þangað til fyrir skemmstu hélt um 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum, komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að stofnunin væri mótfallin því að ráðstafa hlutabréfum Valitors í formi arðgreiðslu. Fremur ætti að selja fyrirtækið í opni söluferli. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er þó sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrir aðalfund Arion banka, sem fer fram í dag, verður enginn arður greiddur á þessu ári vegna reksturs síðasta árs, að svo stöddu. Í tillögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að stjórnin hafi tekið til ítarlegrar skoðunar þann möguleika að arðgreiðsla fari fram til hluthafa með hlutabréfum í Valitor. Hún sé hins vegar þeirrar skoðunar að sú ráðstöfun þarfnist ítarlegra mats. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ekkert verður af því að Valitor Holding, dótturfélag Arion banka, verði aðgreint frá bankanum, áður en kemur að útboði og skráningu, þannig að hlutabréf greiðslukortafyrirtækisins verði að stærstum hluta greidd út í formi arðs til hluthafa. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórn Arion banka sett þau áform til hliðar, að minnsta kosti fram yfir fyrirhugað útboð bankans síðar á árinu. Meirihluti hluthafa, vogunarsjóðir og Kaupþing, hefur sóst nokkuð eftir að Valitor yrði aðskilið frá samstæðunni með arðgreiðslu. Við þá ráðstöfun myndu sjóðirnir og Goldman Sachs, sem eiga um 32 prósent í Arion banka, jafnframt eiga kauprétt að 21,4 prósenta hlut til viðbótar í Valitor af Kaupþingi. Er kauprétturinn á talsvert hærra verði en sem nemur bókfærðu virði Valitors í reikningum Arion banka. Slíkar arðgreiðsluhugmyndir hafa mætt nokkurri mótstöðu. Þannig hafði Bankasýslan, sem þangað til fyrir skemmstu hélt um 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum, komið þeirri skoðun sinni skýrt á framfæri að stofnunin væri mótfallin því að ráðstafa hlutabréfum Valitors í formi arðgreiðslu. Fremur ætti að selja fyrirtækið í opni söluferli. Í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings er þó sérstaklega gert ráð fyrir því, sem lið í því að fá sem hæst verð fyrir hlut Kaupþings í Arion banka, að hægt sé að aðgreina einstakar eignir eða eignarhluti bankans frá honum í aðdraganda og undirbúningi að sölu hlutabréfa. Tryggt er í samningnum að hann nái einnig utan um hinar aðgreindu eignir, svo sem Valitor. Ríkið myndi þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins í formi hærra stöðugleikaframlags, þótt félagið yrði aðgreint frá bankanum með sérstakri arðgreiðslu. Samkvæmt tillögum stjórnar fyrir aðalfund Arion banka, sem fer fram í dag, verður enginn arður greiddur á þessu ári vegna reksturs síðasta árs, að svo stöddu. Í tillögunum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að stjórnin hafi tekið til ítarlegrar skoðunar þann möguleika að arðgreiðsla fari fram til hluthafa með hlutabréfum í Valitor. Hún sé hins vegar þeirrar skoðunar að sú ráðstöfun þarfnist ítarlegra mats.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59 Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00 Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor. 9. mars 2018 11:59
Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform 1. mars 2018 06:00
Ríkissjóður nýtur góðs af sölu Valitors Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins 28. febrúar 2018 07:00