Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Áhrifin af stífari kröfum til steinefna í bundnu slitlagi eru sögð eiga eftir að koma enn skýrar fram. Vísir/GVA Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39
Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30