Þrjár erlendar konur létust eftir að hafa gengist undir magaminnkunaraðgerð hjá íslenskum lækni Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 20:53 Landlæknisembættið rannsakar dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu. Auðunn Sigurðsson segir engar efasemdir hafa komið fram um hæfni sína sem skurðlæknir á meðan hann starfaði sem slíkur í Bretlandi. Þetta segir Auðunn í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hefur fjallað um andlát sjúklinga sem gengist hafa undir magaermisaðgerð hjá Auðunni.Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að frá árinu 2010 hefðu þrjár erlendar konur, tvær breskar og ein írsk, látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðunni þegar hann starfaði í Bretlandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gær að tvær konur hefðu látist hér á landi eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð á einkarekinni skurðstofu Auðuns. Auðunn er eigandi fyrirtækisins Gravitast sem hefur á síðustu sex árum framkvæmt magaermisaðgerðir á 250 Íslendingum. RÚV sagði landlæknisembættið rannsaka dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.Auðunn neitaði RÚV um viðtal en sendi þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa starfað í Bretlandi í tæpa þrjá áratugi og gerði á þeim tíma tugþúsundir aðgerða af ýmsu tagi, meðal annars sex þúsund aðgerðir vegna offitu fyrir bæði opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi og sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þar í landi. Hann segist í heild hafa framkvæmt yfir 600 magaermisaðgerðir, þar af 250 á Íslendingum á síðastliðnum sex árum. Auðunn segir að öllum skurðaðgerðum fylgi áhætta og því eðlilegt að einhver tilfelli komi upp á svo löngum starfsferli þar sem eitthvað hefði betur mátt fara. Hann tekur fram að í Bretlandi sé mjög strangt eftirlit með læknum þar sem árlegt uppgjör fer fram á þeirra störfum og enn stærra mat lagt á þeirra störf á fjögurra ára fresti. „Engar efasemdir hafa komið fram um hæfni mína sem skurðlækni í þessu mati og fylgikvillar aðgerða hafa verið taldir falla innan eðlilegra marka,“ segir í yfirlýsingu Auðuns. Hann segir að tilfellin þrjú í Bretlandi hafi verið rannsökuð þar í landi og að einu þeirra hafi lokið með sátt og tryggingabótum og án athugasemda frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Hann telur mikilvægt að reglum um persónuvernd verði breytt hér á landi þannig að íslenskir læknar geti sent upplýsingar um sín störf í stóra gagnagrunna erlendis, og nefnir sem dæmi Bretland og Norðurlöndin, til að tryggja eðlilegt gæðaeftirlit sem sé því miður ekki mögulegt með öðrum hætti í svo fámennu landi sem Ísland er. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Auðunn Sigurðsson segir engar efasemdir hafa komið fram um hæfni sína sem skurðlæknir á meðan hann starfaði sem slíkur í Bretlandi. Þetta segir Auðunn í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hefur fjallað um andlát sjúklinga sem gengist hafa undir magaermisaðgerð hjá Auðunni.Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að frá árinu 2010 hefðu þrjár erlendar konur, tvær breskar og ein írsk, látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðunni þegar hann starfaði í Bretlandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gær að tvær konur hefðu látist hér á landi eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð á einkarekinni skurðstofu Auðuns. Auðunn er eigandi fyrirtækisins Gravitast sem hefur á síðustu sex árum framkvæmt magaermisaðgerðir á 250 Íslendingum. RÚV sagði landlæknisembættið rannsaka dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.Auðunn neitaði RÚV um viðtal en sendi þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa starfað í Bretlandi í tæpa þrjá áratugi og gerði á þeim tíma tugþúsundir aðgerða af ýmsu tagi, meðal annars sex þúsund aðgerðir vegna offitu fyrir bæði opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi og sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þar í landi. Hann segist í heild hafa framkvæmt yfir 600 magaermisaðgerðir, þar af 250 á Íslendingum á síðastliðnum sex árum. Auðunn segir að öllum skurðaðgerðum fylgi áhætta og því eðlilegt að einhver tilfelli komi upp á svo löngum starfsferli þar sem eitthvað hefði betur mátt fara. Hann tekur fram að í Bretlandi sé mjög strangt eftirlit með læknum þar sem árlegt uppgjör fer fram á þeirra störfum og enn stærra mat lagt á þeirra störf á fjögurra ára fresti. „Engar efasemdir hafa komið fram um hæfni mína sem skurðlækni í þessu mati og fylgikvillar aðgerða hafa verið taldir falla innan eðlilegra marka,“ segir í yfirlýsingu Auðuns. Hann segir að tilfellin þrjú í Bretlandi hafi verið rannsökuð þar í landi og að einu þeirra hafi lokið með sátt og tryggingabótum og án athugasemda frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Hann telur mikilvægt að reglum um persónuvernd verði breytt hér á landi þannig að íslenskir læknar geti sent upplýsingar um sín störf í stóra gagnagrunna erlendis, og nefnir sem dæmi Bretland og Norðurlöndin, til að tryggja eðlilegt gæðaeftirlit sem sé því miður ekki mögulegt með öðrum hætti í svo fámennu landi sem Ísland er.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00
Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00