Útvarp Akureyri ætlar að útvarpa fréttum RÚV Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 11:25 Axel hefur ekki borið þessa ákvörðun neitt sérstaklega undir Magnús Geir Þórðarsson útvarpsstjóra, né þau hjá RÚV. En, mennamálaráðherra veit af þessum fyrirætlunum. Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira