Fótbolti

Sjáðu svekktan Gary Martin fá á sig myndavél í sturtunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Martin í sturtunni.
Gary Martin í sturtunni. VG
Íslandsvinurinn Gary Martin byrjaði tímabilið ekki vel í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann var tekinn af velli í hálfleik þegar Lilleström tapaði 3-1 fyrir Bodö/Glimt í fyrstu umferðinni í gær.

Lilleström var 1-0 undir í hálfleik og Arne Erlandsen þjálfari ákvað að taka enska framherjann af vellim og setja inn 22 ára gamla Kristoffer Ödemarksbakken inná í staðinn.

Það sem hefur þó vakið enn meiri athygli á þessari snemmbæru skiptingu Gary Martin var að myndatökumaður Verdens Gang var í klefanum í hálfleik og fór ekki þaðan þegar seinni hálfleikurinn hófst.

Þess í stað var hann eftir hjá hundsvekktum Gary Martin og fylgdi honum meira að segja afklæðast og fara í sturtu. Aðgengið að fótboltamönnunum í Noregi er allt annað en við eigum að venjast hér á Íslandi.

Öll húðflúrin hans Gary Martin sáust vel í þessu myndbandi og ekki síst það sem segir: „Only god can judge me“ en hann er með það á mjóbakinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Eftir sturtuna var tekið stutt viðtal við Gary Martin sem var þá dottinn í Mario Balotelli pakkann. „Það er alltaf ég en svona er bara fótboltinn,“ sagði svekktur Gary Martin.

Hann vildi ennfemur meina að það hann hafi fengið það á tilfinninguna á undirbúningstímabilinu að Arne Erlandsen myndi alltaf taka hann fyrstan af velli ef það gengi illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×