Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 06:00 Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, hefur verið hvött til að gefa kost á sér í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum. Hún stefnir annað. Björt segir síðastliðið ár hafa verið erfitt fyrir flokkinn. Vísir/Ernir Björt framtíð mun ekki bjóða fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Eins og greint hefur verið frá hafa þreifingar verið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningum, bæði í borginni og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir að ekki verður af slíku samstarfi í Reykjavík og Björt framtíð mun heldur ekki bjóða fram sér í borginni. „Við sitjum bara hjá eina umferð, segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir það ekkert launungarmál að undanfarið ár hafi verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti innan flokksins. Þá ætli kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík ekki að gefa kost á sér aftur en Björt framtíð á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman og hafa þau starfað með meirihlutanum í Reykjavík á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Þetta var samt hvorki auðveld né léttvæg ákvörðun, enda erum við ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu breytingum sem hafa orðið á pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Besti flokkurinn kom og breytti þar algjörlega um kúrs og bauð ekki bara upp á mannlega pólitík heldur líka stöðugleika í stjórnun borgarinnar í stað þess róts sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt og nefnir að Björt framtíð hafi dyggilega stutt við þessa stefnubreytingu í allri stjórnun og meðferð fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Aðspurð segir hún mikið hafa verið skorað á hana sjálfa að fara fram. „Já, ég hef verið beðin um það en ég hef ekki hug á því á þessum tímapunkti, kannski og örugglega seinna, það kemur bara í ljós en þessi ákvörðun er fyrst og fremst persónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða sem betur fer. En þessi ákvörðun flokksins er líka alveg í línu við það sem við höfum áður sagt, við erum ekki að halda honum úti til þess að koma fólki fyrir einhvers staðar, það er auðvitað mjög óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi það ekki sem meginmarkmið að viðhalda sjálfum sér fyrst og fremst, en þannig er það nú samt hjá okkur,“ segir Björt. Björt framtíð undirbýr nú framboð undir eigin merkjum og í samstarfi við aðra í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og ef til vill fleirum. „Svo mun okkar fólk á Akureyri starfa með L-listanum þaðan sem margir komu reyndar yfir í landsmálin með Bjartri framtíð til að byrja með,“ segir Björt. Hún segir flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. „Björt framtíð hefur verið í meirihluta og við stjórnvölinn í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og við erum stolt af viðsnúningi sem sést til að mynda í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo eitthvað sé nefnt,“ segir formaður flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Björt framtíð mun ekki bjóða fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Eins og greint hefur verið frá hafa þreifingar verið milli Bjartrar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningum, bæði í borginni og í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Nú liggur fyrir að ekki verður af slíku samstarfi í Reykjavík og Björt framtíð mun heldur ekki bjóða fram sér í borginni. „Við sitjum bara hjá eina umferð, segir Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins. Hún segir það ekkert launungarmál að undanfarið ár hafi verið erfitt og ákveðinnar mæði gæti innan flokksins. Þá ætli kjörnir fulltrúar flokksins í Reykjavík ekki að gefa kost á sér aftur en Björt framtíð á tvo borgarfulltrúa, þau Sigurð Björn Blöndal og Elsu Hrafnhildi Yeoman og hafa þau starfað með meirihlutanum í Reykjavík á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Þetta var samt hvorki auðveld né léttvæg ákvörðun, enda erum við ofboðslega stolt af þeim áþreifanlegu breytingum sem hafa orðið á pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Besti flokkurinn kom og breytti þar algjörlega um kúrs og bauð ekki bara upp á mannlega pólitík heldur líka stöðugleika í stjórnun borgarinnar í stað þess róts sem fyrr var við tíð borgarstjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Björt og nefnir að Björt framtíð hafi dyggilega stutt við þessa stefnubreytingu í allri stjórnun og meðferð fjármuna útsvarsgreiðenda í Reykjavík undanfarin fjögur ár. Aðspurð segir hún mikið hafa verið skorað á hana sjálfa að fara fram. „Já, ég hef verið beðin um það en ég hef ekki hug á því á þessum tímapunkti, kannski og örugglega seinna, það kemur bara í ljós en þessi ákvörðun er fyrst og fremst persónulegs eðlis. Lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða sem betur fer. En þessi ákvörðun flokksins er líka alveg í línu við það sem við höfum áður sagt, við erum ekki að halda honum úti til þess að koma fólki fyrir einhvers staðar, það er auðvitað mjög óvanalegt að stjórnmálaflokkur hafi það ekki sem meginmarkmið að viðhalda sjálfum sér fyrst og fremst, en þannig er það nú samt hjá okkur,“ segir Björt. Björt framtíð undirbýr nú framboð undir eigin merkjum og í samstarfi við aðra í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins; Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Hveragerði og ef til vill fleirum. „Svo mun okkar fólk á Akureyri starfa með L-listanum þaðan sem margir komu reyndar yfir í landsmálin með Bjartri framtíð til að byrja með,“ segir Björt. Hún segir flokksmenn fulla tilhlökkunar fyrir komandi kosningum. „Björt framtíð hefur verið í meirihluta og við stjórnvölinn í öllum stærstu sveitarfélögum landsins og við erum stolt af viðsnúningi sem sést til að mynda í rekstri Hafnarfjarðarbæjar og vinnulagi og gagnsæi við stjórnun Kópavogs svo eitthvað sé nefnt,“ segir formaður flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira