Segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. mars 2018 22:30 Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Skjáskot/Stöð 2 Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum og ala á ofbeldi. Stöðva þurfti aftöku í Bandaríkjunum á dögunum eftir að ekki tókst að stinga íæð hins dæmda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir fjölgun dauðadóma. Taka átti dæmda morðingjann Doyle Hamm af lífi í Alabamaríki Bandaríkjanna í lok febrúar. Hamm er krabbameinssjúklingur og fyrrum sprautufíkill, en æðar hans reyndust svo illa farnar að böðlarnir gátu með engu móti sprautað í hann eitrinu. Það var þó reynt til hins ýtrasta, en aðkomunni hefur verið lýst sem hrottalegri eftir að búið var að stinga og blóðga fangann víðs vegar um líkamann árangurslaust. Bandaríkin eru eina vestræna lýðræðisríkið sem enn stundar aftökur af fullum krafti. „Þær eru alltaf brot á réttinum til lífs og virðingu og mannhelgi fyrir lífi fólks,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi.Ber ekki árangur Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Þó er talið að fjöldinn þar nemi að lágmarki 1000 manns á ári. Fjölmörg ríki beita enn dauðarefsingum fyrir glæpi á borð við spillingu og fíkniefnainnflutning en í Bandaríkjunum er hún bundin við manndráp og landráð. Forsetinn hefur þó nokkrum sinnum lýst áhuga á víðtækari notkun, síðast fyrir um viku síðan. „Sum lönd eru með miklu harðari refsingar, hörðustu refsinguna, og glíma við minni eiturlyfjavandamál en við.“ Stuðningur við dauðarefsingar hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfarin ár, en auk þess hefur yfirvöldum reynst erfitt að útvega eitur í aftökur frá evrópskum framleiðendum. Stuðningsmenn þeirra benda hins vegar á að þær dragi úr glæpatíðni. „Allar rannsóknir benda til þess að þetta ber engan árangur. Dauðarefsingin fælir ekki frá, minnkar ekki ofbeldi og glæpi heldur elur á ofbeldi,“ segir Anna. Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir dauðarefsingar brjóta gegn alþjóðasáttmálum og ala á ofbeldi. Stöðva þurfti aftöku í Bandaríkjunum á dögunum eftir að ekki tókst að stinga íæð hins dæmda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir fjölgun dauðadóma. Taka átti dæmda morðingjann Doyle Hamm af lífi í Alabamaríki Bandaríkjanna í lok febrúar. Hamm er krabbameinssjúklingur og fyrrum sprautufíkill, en æðar hans reyndust svo illa farnar að böðlarnir gátu með engu móti sprautað í hann eitrinu. Það var þó reynt til hins ýtrasta, en aðkomunni hefur verið lýst sem hrottalegri eftir að búið var að stinga og blóðga fangann víðs vegar um líkamann árangurslaust. Bandaríkin eru eina vestræna lýðræðisríkið sem enn stundar aftökur af fullum krafti. „Þær eru alltaf brot á réttinum til lífs og virðingu og mannhelgi fyrir lífi fólks,“ segir Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi.Ber ekki árangur Árið 2016 voru minnst 1032 líflátnir í 23 löndum. Aftökur í Kína eru ekki taldar með enda gefa þeir engin opinber gögn út um málið. Þó er talið að fjöldinn þar nemi að lágmarki 1000 manns á ári. Fjölmörg ríki beita enn dauðarefsingum fyrir glæpi á borð við spillingu og fíkniefnainnflutning en í Bandaríkjunum er hún bundin við manndráp og landráð. Forsetinn hefur þó nokkrum sinnum lýst áhuga á víðtækari notkun, síðast fyrir um viku síðan. „Sum lönd eru með miklu harðari refsingar, hörðustu refsinguna, og glíma við minni eiturlyfjavandamál en við.“ Stuðningur við dauðarefsingar hefur farið minnkandi í Bandaríkjunum undanfarin ár, en auk þess hefur yfirvöldum reynst erfitt að útvega eitur í aftökur frá evrópskum framleiðendum. Stuðningsmenn þeirra benda hins vegar á að þær dragi úr glæpatíðni. „Allar rannsóknir benda til þess að þetta ber engan árangur. Dauðarefsingin fælir ekki frá, minnkar ekki ofbeldi og glæpi heldur elur á ofbeldi,“ segir Anna.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Clueless-leikkona býður sig fram og vill stuðning Trump Stacey Dash, leikkonan sem lék bestu vinkonu Aliciu Silverstone, í unglingamyndinni vinsælu Clueless hefur boðið sig fram til setu á Bandaríkjaþingi. 11. mars 2018 14:32
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46