Fótbolti

Hannes Þór og félagar fengu skell

Dagur Lárusson skrifar
Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson fékk á sig fjögur mörk í tapi Randers gegn AaB í dönsku deildinni í dag en eftir leikinn er Randers í vondum málum í 13. sæti deildarinnar með 17 stig.

Hannes Þór hefur átt fast sæti í byrjunarliði Íslands síðustu árin en mun mögulega fá samkeppni frá t.d. Rúnari Kristni Rúnarssyni á næstu mánuðum fyrir heimsmeistaramótið.

Liðsmenn Randers sáu aldrei til sólar í leiknum en AaB náði forystunni strax á 2. mínútu leiksins en þá skoraði Kasper Kusk.

Kasper Pedersen skoraði korteri seinna og var staðan 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum voru það Yann Rolim og Jannik Pohl sem innsigluðu sigurinn með tveimur mörkum og þar við sat.

Lokastaðan 4-0 fyrir AaB og Randers því í vondum málum í botnbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×