Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 10:15 Livia Giuggioli og Colin Firth. Vísir/Getty Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó.Ítarlega er fjallað um málið á vef Daily Mail, þar sem meðal annars er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, en hann er faðir Snæfríðar sem lést árið 2013. Málið má rekja til þess að Giuggioli og Brancaccia virðast hafa átt í stuttu sambandi á árunum 2015 og 2016 er Firth og eiginkona hans gengu í gegnum erfiðleika í hjónabandinu.Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur.Þegar þau náðu aftur saman er Brancaccia sagður hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við það. Hafa hjónin sakað hann um að hafa hrellt Giuggioli mánuðum saman og hótað að skrifa greinar sem kæmu sér illa fyrir þau.Í samtali við Daily Mail þvertekur Brancaccia fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Giuggioli. Segir hann að þau hafi orðið ástfangin og ferðast saman um heiminn, meðal annars til Íslands.Hann vill þó ekki gefa upp hvernig sambandið endaði en í frétt Daily Mail segir að ljóst sé að Giuggioli hafi bundið enda á það. Hann segir ásakanir þeirra á hendur sér hafa komið til vegna þess að hjónin óttist að ímynd þeirra sem „hin fullkomnu hjón“ gæti beðið hnekki.Sett í samhengi við forræðisdeilu Snæfríðar og Brancaccia Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Brancaccia en í frétt Daily Mail er málið sett í samhengi við forræðisdeilur Snæfríðar og ítalska blaðamannsins árið 2003 og 2004.Forsíða DV þann 6. júlí 2004, fjallaði um forræðisdeilurnar.Vísir/Tímarit.isÍtarlega var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttir þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir dóttir þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu.Forræðisdeila þeirra fór fyrir íslenska dómstóla en árið 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dóttir Snæfríðar og hans yrði á Íslandi með móður sinni. Líkt og fyrr segir er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson í frétt Daily Mail þar sem hann segir að Snæfríður hafi óttast Brancaccia.„Þau bjuggu saman í Mexíkó og hún flúði vegna þess að hann hótaði málsókn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekkert leyndarmál að dóttir mín sakaði hann um ofbeldi.“Í frétt Daily Mail segir einnig að lögfræðingar Brancaccia og hjónanna vinni nú að því að komast að samkomulagi í málinu, en yfirvöld á Ítalíu fara með rannsókn þess. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó.Ítarlega er fjallað um málið á vef Daily Mail, þar sem meðal annars er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, en hann er faðir Snæfríðar sem lést árið 2013. Málið má rekja til þess að Giuggioli og Brancaccia virðast hafa átt í stuttu sambandi á árunum 2015 og 2016 er Firth og eiginkona hans gengu í gegnum erfiðleika í hjónabandinu.Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur.Þegar þau náðu aftur saman er Brancaccia sagður hafa átt í erfiðleikum með að sætta sig við það. Hafa hjónin sakað hann um að hafa hrellt Giuggioli mánuðum saman og hótað að skrifa greinar sem kæmu sér illa fyrir þau.Í samtali við Daily Mail þvertekur Brancaccia fyrir að hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í garð Giuggioli. Segir hann að þau hafi orðið ástfangin og ferðast saman um heiminn, meðal annars til Íslands.Hann vill þó ekki gefa upp hvernig sambandið endaði en í frétt Daily Mail segir að ljóst sé að Giuggioli hafi bundið enda á það. Hann segir ásakanir þeirra á hendur sér hafa komið til vegna þess að hjónin óttist að ímynd þeirra sem „hin fullkomnu hjón“ gæti beðið hnekki.Sett í samhengi við forræðisdeilu Snæfríðar og Brancaccia Lögregla rannsakar nú ásakanirnar á hendur Brancaccia en í frétt Daily Mail er málið sett í samhengi við forræðisdeilur Snæfríðar og ítalska blaðamannsins árið 2003 og 2004.Forsíða DV þann 6. júlí 2004, fjallaði um forræðisdeilurnar.Vísir/Tímarit.isÍtarlega var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum á sínum tíma en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttir þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir dóttir þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu.Forræðisdeila þeirra fór fyrir íslenska dómstóla en árið 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að dóttir Snæfríðar og hans yrði á Íslandi með móður sinni. Líkt og fyrr segir er rætt við Jón Baldvin Hannibalsson í frétt Daily Mail þar sem hann segir að Snæfríður hafi óttast Brancaccia.„Þau bjuggu saman í Mexíkó og hún flúði vegna þess að hann hótaði málsókn,“ segir Jón Baldvin. „Það er ekkert leyndarmál að dóttir mín sakaði hann um ofbeldi.“Í frétt Daily Mail segir einnig að lögfræðingar Brancaccia og hjónanna vinni nú að því að komast að samkomulagi í málinu, en yfirvöld á Ítalíu fara með rannsókn þess.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira