Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2018 21:15 Emmanuel Macron er forseti Frakklands. vísir/getty Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Greint er frá þessu í frönskum miðlum í kvöld og er haft eftir talsmönnum Kúrda sem funduðu með Emmanuel Macron í París í dag að hann hafi heitið því að styðja við bakið á herliði Kúrda. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Sýrlandi hafa einkum beinst að YPG, her Kúrda, en Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda. Hafa aðgerðir Tyrkja beinst að Afrin-héraði Sýrlands, þar sem talið er að Haukur Hilmarsson hafi látist, en hann barðist með hersveitum YPG gegn Tyrkjum.Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara í sókn sinni í norður-Sýrlandi. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.Vísir/EPATrump segir að Bandaríkjaher fari frá Sýrlandi „innan tíðar“ Um tvær vikur eru síðan Tyrkir hertóku borgina Afrin og er herinn nú sagður ætla að snúa að sér að borginni Manbij. Þar eru hins vegar bandarískir hermenn og greinir franska dagblaðið Le Parisien frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi ákveðið að senda franskar sérsveitir til Manbij, til þess að stöðva sókn Tyrkja.Í frétt Le Figaro segir að frönsku hermennirnir muni aðstoða herlið Bandaríkjanna í Manbij. Segir einnig að sendiherra Frakka í Tyrklandi hafi verið falið að greina Erdogan, forseta Tyrklands, frá ákvörðun Frakklandsforseta. Macron fundaði í dag með fulltrúum Kúrda en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa stutt YPG í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Í frétt Reuters segir að Macron og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ræðst við í síma í gær. Í yfirlýsingu frá Macron segir að forsetarnir tveir hafi sammælst um að baráttan gegn ISIS væri mikilvægasta verkefnið í Sýrlandi og ekki mætti gera neitt sem raskaði þeirri baráttu. Þetta virðist þó ekki ríma við orð Trump á fjöldafundi í Ohio í dag þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkinn myndu draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi „innan tíðar“. Sýrland Tengdar fréttir Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Tyrkir hafa undanfarna mánuði sótt hart að Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands. Greint er frá þessu í frönskum miðlum í kvöld og er haft eftir talsmönnum Kúrda sem funduðu með Emmanuel Macron í París í dag að hann hafi heitið því að styðja við bakið á herliði Kúrda. Aðgerðir Tyrklandshers í Norður-Sýrlandi hafa einkum beinst að YPG, her Kúrda, en Tyrkir vilja meina að um sé að ræða hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda. Hafa aðgerðir Tyrkja beinst að Afrin-héraði Sýrlands, þar sem talið er að Haukur Hilmarsson hafi látist, en hann barðist með hersveitum YPG gegn Tyrkjum.Tyrkir verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara í sókn sinni í norður-Sýrlandi. Alls hafa tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið undan hernum.Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.Vísir/EPATrump segir að Bandaríkjaher fari frá Sýrlandi „innan tíðar“ Um tvær vikur eru síðan Tyrkir hertóku borgina Afrin og er herinn nú sagður ætla að snúa að sér að borginni Manbij. Þar eru hins vegar bandarískir hermenn og greinir franska dagblaðið Le Parisien frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafi ákveðið að senda franskar sérsveitir til Manbij, til þess að stöðva sókn Tyrkja.Í frétt Le Figaro segir að frönsku hermennirnir muni aðstoða herlið Bandaríkjanna í Manbij. Segir einnig að sendiherra Frakka í Tyrklandi hafi verið falið að greina Erdogan, forseta Tyrklands, frá ákvörðun Frakklandsforseta. Macron fundaði í dag með fulltrúum Kúrda en hann hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna skorts á viðbrögðum við sókn Tyrkja inn í norður-Sýrland, en Frakkar hafa stutt YPG í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS.Í frétt Reuters segir að Macron og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ræðst við í síma í gær. Í yfirlýsingu frá Macron segir að forsetarnir tveir hafi sammælst um að baráttan gegn ISIS væri mikilvægasta verkefnið í Sýrlandi og ekki mætti gera neitt sem raskaði þeirri baráttu. Þetta virðist þó ekki ríma við orð Trump á fjöldafundi í Ohio í dag þar sem hann lýsti því yfir að Bandaríkinn myndu draga herlið sitt til baka frá Sýrlandi „innan tíðar“.
Sýrland Tengdar fréttir Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23 Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48
Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Píratar hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. 22. mars 2018 19:23
Grísk samtök birta myndband af Hauki Hilmarssyni Gríski anarkistahópurinn RUIS hefur birt myndband af Hauki Hilmarssyni, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi í lok febrúar. 29. mars 2018 16:04