Þar kemur einnig fram að áfram verði hægur vindur fram yfir morgundag en annað kvöld megi búast við einhverri úrkomu og norðaustanátt. Á laugardag er útlit fyrir norðaustlæga átt með minniháttar éljum norðantil en úrkomubakki færist suður af landinu um kvöldið.
Á páskadag má búast við kólnandi veðri og örlítilli snjókomu í öllum landshlutum.
Veðurhorfur á landinu
Spáð er rigningu eða slyddu á austanverðu landinu og 3-10 m/s austlægri átt en þurrt vestan til. Úrkomuminna verður á landinu seinni partinn í dag og hiti á bilinu 1-9 stig. Mildast verður veðrið á Suðvesturlandi.Reikna má með dálítilli úrkomu á morgun víða á landinu og svalara veðri.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:Austlæg átt, 8-13 m/s og víða skúrir eða él, en úrkomulítið NV-lands. Hiti að 5 stigum S-til, en annars vægt frost.
Á sunnudag (páskadagur):
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og él eða dálítil snjókoma í öllum landshlutum. Kólnandi veður.
Á mánudag (annar í páskum), þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með éljagangi og svölu veðri, en yfirleitt bjartviðri V-lands.
Færð og aðstæður
Vegir eru víðast hvar auðir á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir í Þrengslum, á Sandsskeiði, Hellisheiði, Mosfellsheiði og á nokkrum vegum í uppsveitum. Vegir eru greiðfærir á Vesturlandi - og eins á láglendi á Vestfjörðum en þar er vetrarfærð á fjallvegum. Dynjandisheiði er lokuð.Á Norðurlandi er víðast greiðfært en hálka er á Öxnadalsheiði. Það er hálka á Norðaustur- og Austurlandi, einnig er þoka á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja og skafreningur er á Fjarðarheiði. Krapi og éljagangur er á Fagradal og frá Reyðarfirði að Breiðdalsvík. Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar.
Auður vegur er með suðausturströndinni en hálkublettir eru þó á Mýrdalssandi.