Körfubolti

Bræðurnir mætast og bikarmeistararnir fá ÍR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hvor bróðirinn fer í úrslit?
Hvor bróðirinn fer í úrslit? vísir/stefán
Það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dominos-deildar karla en Haukar urðu síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslitin með sigri á Keflavík í rosalegum leik á Ásvöllum.

Haukarnir mæta KR í undanúrslitunum en þessi lið hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár. Þau mættust meðal annars í úrslitaeinvíginu fyrir tveimur árum þar sem KR vann 3-1 og varð þá meistari í þriðja sinn.

Bræðurnir Finnur Atli Magnússon og Helgi Magnússon munu eining eigast við í því einvígi en Helgi kom heim frá Bandaríkjunum á dögunum. Hann mun spila með KR út þetta tímabil en hann er afar reynslumikill, líkt og bróðir sinn sem spilar með Haukum.

Í hinu einvíginu mætast svo ÍR og Tindastóll. Stólarnir sópuðu Grindavík í sumarfrí, 3-0, á meðan ÍR vann 3-1 sigur á Stjörnunni þar sem hitinn var mikill. Hitinn varð það mikill að Ryan Taylor, einn besti leikmaður ÍR, spilar ekki í fyrstu tveimur leikjunum vegna leikbanns.

Flautað verður til leiks í undanúrslitunum þann fjórða apríl en nánari drög að leikskipulagi og útsendingartímum Stöðvar 2 í kringum leikina liggur fyrir síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×