Erlent

Assange ekki lengur með internetið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Julian Assange.
Julian Assange. Vísir/AFP
Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár.

Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir að Assange blandi sér í málefni sem tengjast öðrum ríkjum. Fyrr í vikunni lýsti Assange efasemdum sínum um að Rússar hafi staðið að baki eiturefnaárásinni á Sergei Skripal og dóttur hans í London, fyrr í mánuðinum.

Ummælin vöktu töluverða athygli en vegna þeirra sagði aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands Assange vera „vesælan lítinn orm“ og að tími væri kominn til þess að hann yfirgæfi sendiráð Ekvadora.

Þar hefur Assange dvalist í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×