NFL-stjarna valdi að fara í frí til Íslands og sá ekki eftir því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 14:45 Larry Fitzgerald. Vísir/Getty Það reynir mikið á menn að spila í NFL-deildinni og þeir þurfa nauðsynlega á góðum fríum að halda eftir öll átökin. Ein af þeim allra bestu úr hópi útherja fór ekki suður í sólina í frí heldur ákvað hann að fara til Íslands og Svíþjóðar. Larry Fitzgerald er einn af öflugustu útherjunum í sögu ameríska fótboltans og á að baki fjórtán tímabil í NFL-deildinni. Larry Fitzgerald mætti í sjónvarpsviðtal á dögunum og sagði frá ferð sinni til Íslands og Svíþjóðar. Fitzgerald vildi reyndar helst bara tala um Íslandsferðina og sótti hann á sömu slóðir og Game of Thrones þættirnir voru teknir upp. Fitzgerald sagði frá ferðum sínum inn í jökul sem og kappakstri á ís sem hann hafði mjög gaman af.Hann fór líka til Svíþjóðar í þessari ferð og sagði líka frá ævintýrum sínum þar í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Fitzgerald hefur alla tíð spilað með liði Arizona Cardinals og hefur frá 2004 komist upp í þriðja sætið yfir flestar gripnar sendingar í sögu NFL. Larry Fitzgerald er einnig í þriðja sæti yfir flesta jarda og er í áttunda sæti yfir flest snertimörk. Hann var kosinn í stjörnuleik deildarinnar í ellefta sinn á síðasta tímabili. Fitzgerald hefur unnið sér inn mikla virðingu með löngum og glæsilegum ferli auk þess að vera til fyrirmyndar utan vallar. Hann er ein af þeim leikmönnum deildarinnar sem eru hvað mest áberandi í auglýsingum í bandarísku sjónvarpi. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Það reynir mikið á menn að spila í NFL-deildinni og þeir þurfa nauðsynlega á góðum fríum að halda eftir öll átökin. Ein af þeim allra bestu úr hópi útherja fór ekki suður í sólina í frí heldur ákvað hann að fara til Íslands og Svíþjóðar. Larry Fitzgerald er einn af öflugustu útherjunum í sögu ameríska fótboltans og á að baki fjórtán tímabil í NFL-deildinni. Larry Fitzgerald mætti í sjónvarpsviðtal á dögunum og sagði frá ferð sinni til Íslands og Svíþjóðar. Fitzgerald vildi reyndar helst bara tala um Íslandsferðina og sótti hann á sömu slóðir og Game of Thrones þættirnir voru teknir upp. Fitzgerald sagði frá ferðum sínum inn í jökul sem og kappakstri á ís sem hann hafði mjög gaman af.Hann fór líka til Svíþjóðar í þessari ferð og sagði líka frá ævintýrum sínum þar í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Fitzgerald hefur alla tíð spilað með liði Arizona Cardinals og hefur frá 2004 komist upp í þriðja sætið yfir flestar gripnar sendingar í sögu NFL. Larry Fitzgerald er einnig í þriðja sæti yfir flesta jarda og er í áttunda sæti yfir flest snertimörk. Hann var kosinn í stjörnuleik deildarinnar í ellefta sinn á síðasta tímabili. Fitzgerald hefur unnið sér inn mikla virðingu með löngum og glæsilegum ferli auk þess að vera til fyrirmyndar utan vallar. Hann er ein af þeim leikmönnum deildarinnar sem eru hvað mest áberandi í auglýsingum í bandarísku sjónvarpi.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira