Facebook kynnir breytingar á gagnavernd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2018 12:15 Mark Zuckerberg er stofnandi Facebook. vísir/getty Facebook kynnti í dag ýmsar breytingar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru ný útgáfa af því hvernig stillingarnar birtast í farsímum notenda og svo tól sem nefnist „Náðu í upplýsingarnar þínar“ (e. Access Your Information). Notendum verður gert kleift að staðsetja, stjórna, hlaða niður og eyða persónulegum gögnum sínum á Facebook en breytingarnar tengjast nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í Evrópu í maí. Þá má ætla að nýlegar fréttir af misnotkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á gögnum frá Facebook hafi flýtt fyrir því að fyrirtækið kynnti þessar breytingar. Auk þess eru margir notendur miðilsins afar ósáttir við að Facebook hafi safnað upplýsingum um símtöl þeirra og smáskilaboð. Um er að ræða söfnun upplýsinga sem gerð var í gegnum Android-stýrikerfið en Facebook sagði að notendur hefðu samþykkt gagnasöfnunina. Svo virðist sem að fæstir hafi hins vegar gert sér grein fyrir samþykkinu þar sem það var í „smáa letrinu.“ Á meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á gagnavernd notenda Facebook er að nú verður hægt að skoða friðhelgistillingar á einum stað, breyta þeim og laga til ef notandi vill það. Þá mun Facebook gera notendum kleift að hlaða niður meira af gögnum sínum af miðlinum en áður. Tólið „Náðu í upplýsingarnar þínar“ leyfir Facebook-notendum síðan að eyða færslum, „lækum“, athugasemdum og leitarsögu á miðlinum. Facebook Tengdar fréttir Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Facebook kynnti í dag ýmsar breytingar á samfélagsmiðlinum sem eiga að auðvelda notendum hans að sjá og ná í gögn sem miðillinn hefur um þá. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar verða eru ný útgáfa af því hvernig stillingarnar birtast í farsímum notenda og svo tól sem nefnist „Náðu í upplýsingarnar þínar“ (e. Access Your Information). Notendum verður gert kleift að staðsetja, stjórna, hlaða niður og eyða persónulegum gögnum sínum á Facebook en breytingarnar tengjast nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi í Evrópu í maí. Þá má ætla að nýlegar fréttir af misnotkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á gögnum frá Facebook hafi flýtt fyrir því að fyrirtækið kynnti þessar breytingar. Auk þess eru margir notendur miðilsins afar ósáttir við að Facebook hafi safnað upplýsingum um símtöl þeirra og smáskilaboð. Um er að ræða söfnun upplýsinga sem gerð var í gegnum Android-stýrikerfið en Facebook sagði að notendur hefðu samþykkt gagnasöfnunina. Svo virðist sem að fæstir hafi hins vegar gert sér grein fyrir samþykkinu þar sem það var í „smáa letrinu.“ Á meðal þeirra breytinga sem verða gerðar á gagnavernd notenda Facebook er að nú verður hægt að skoða friðhelgistillingar á einum stað, breyta þeim og laga til ef notandi vill það. Þá mun Facebook gera notendum kleift að hlaða niður meira af gögnum sínum af miðlinum en áður. Tólið „Náðu í upplýsingarnar þínar“ leyfir Facebook-notendum síðan að eyða færslum, „lækum“, athugasemdum og leitarsögu á miðlinum.
Facebook Tengdar fréttir Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
SpaceX hverfur af Facebook Twitter-notandi skoraði á Elon Musk að eyða Facebook-síðu SpaceX. Skömmu síðar hvarf síðan sem hafði 2,7 milljónir fylgjenda. 23. mars 2018 17:36
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19